Þann 26. október síðastliðinn varði Kristinn Guðnason doktorsverkefni sitt í reikniverkfræði. Verkefni hans var lyfjalosun úr lyfjagjafarbúnaði: Útleiðsla og notkun á margsvæða smábútalíkani. Nánari upplýsingar má sjá hér.
Kristinn hefur starfað síðan 2018 á Uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, en þar vinnur hann við líkanagerð í tengslum við loðnurannsóknir.
Við á Hafrannsóknastofnun óskum Kristni innilega til hamingju með áfangann og fögnum því að hafa hann áfram með í okkar fjölbreytta starfsmannahópi.
.
Frá útskrift Kristins. Mynd. Sólrún Kristinsdóttir.