Hvalatalningum NASS24 um það bil að ljúka

Kalsamt getur orðið upp við ísinn og þá er eins gott að vera vel klæddur. Hér eru þeir félagarnir Gu… Kalsamt getur orðið upp við ísinn og þá er eins gott að vera vel klæddur. Hér eru þeir félagarnir Guðni Hjörleifsson og Giulia Bellon að horfa eftir hvölum.

Hvalatalningar á Árna Friðrikssyni HF200, sem hófust mánudaginn 1. júlí, hafa gengið samkvæmt áætlunum og sér nú fyrir endan á þeim. Þessi hluti hvalatalningana fer fram samhliða 15. makrílleiðangri stofnunarinnar (sjá nánar hér) og með þátttöku fjölda annara þjóða við Norður-Atlantshafið (sjá nánar hér). Fyrsti hlutinn var samhliða karfaleiðangri sem stóð mestan part júní.


Leitarlínur Árna Friðrikssonar

Leiðangurinn hófust í Grænlandssundi um 100km vestur af Látrabjargi þar sem komið var á fyrstu leitarlínuna. Síðan fikraði leiðangurinn sig austur með Norðurlandi þar sem ystu mörk svæðisins voru við 200 mílna mörk íslensku lögsögunar síðan suður með Austurlandi og loks vestur með Suðurlandi þar sem farið var suður að 200 mílna mörkunum og svo norður með Vesturlandi. 

Við mat á fjarlægð í hvalina er notast við kvarða í sjónaukum sem umreiknaður er í raun
fjarlægð út frá formúlu sem gerir ráð fyrir hæð yfir sjó (staðsetningu hvalatalnnigapalls á skipi) og radíusi jarðar.

Þegar þetta er skrifað er skipið statt skammt undan Snæfellsnesi en breyta hefur þurft af áætlaðri leið vegna brælu. Áætlað er að talningunum á Árna Friðriksyni ljúki laugardaginn 3. ágúst.

 

Helsta verkfæri „hvalateljara“ eru sjónaukar af bestu gæðum. Í hvert skipti sem hvalur
sést er skráð horn og fjarlægð í hann. Þessar upplýsingar eru svo notaðar við úrvinnslu gagnana.

Á þessu stigi er erfitt að segja til um árangur en þoka og hversu vindasamt hefur verið á hafsvæðinu hefur haft all nokkur áhrif á skyggni og möguleika til leitar. Allar helstu tegundir hvala hafa sést en vegna þess hve vindasamt hefur auk þoku hefur líklega minna sést af smáhvölum en búast mátti við. Sést hafa nokkrir svínhvalir af tegundinni norðsnjáldri (Mozoplodon bidens) sem eru einhverjir þeir sjaldgæfustu á þessum norðlægu slóðum.


Veður geta verið rysjótt á Grænlandssundi og eins má eiga von á hafís á þeim slóðum eins og raunin var.
Kalsamt getur orðið upp við ísinn og þá er eins gott að vera vel klæddur.

Veður geta verið rysjótt á Grænlandssundi um hásumar og eins má eiga von á hafís á þeim slóðum eins og raunin var í upphafi leiðangurs. Þoka hafði áhrif á skyggni og hafís lá yfir hluta af áætluðu leitarsvæði. Á fyrsta legg norður, um 250km NV af Straumnesi dreif hafís loks og sáust þá hnúfubakar, búrhvalir og langreyðar.

Hægt er að fylgjast með árangri talninganna frá degi til dags hér, (sjá einnig frétt um nýtt smáforrit sem notað er til skráningar á hvölum hér) og framgangi leiðangursins á hér


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?