Warsha Singh á Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu UNESCO - myndir

Warsha Singh er með doktorsgráðu í vistfræðilegri líkanagerð og hefur hún mikinn áhuga á rannsóknum … Warsha Singh er með doktorsgráðu í vistfræðilegri líkanagerð og hefur hún mikinn áhuga á rannsóknum og vísindalegri fræðslu. Hún ólst upp á Fiji eyjum og býr nú og starfar á Íslandi; tveimur gjörólíkum eyjum sem hafa fengið að kenna á loftslagsbreytingum með ólíkum hætti. Bakgrunnur hennar felst m.a. í líkanagerð sem byggir á fiskveiðigögnum og mati á stofnstærðum.

Warsha Singh á Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu UNESCO

Warsha Singh, vistfræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, var valin til að taka þátt í Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu 2024 en viðburðurinn var á vegum menningar- og menntamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) þann 25. janúar.

Þema fundarins var Jafnrétti kynjanna í þágu lausna gegn loftslagsvánni. Dagurinn beinir sjónum að kvenleiðtogum í marghliða samtarfi og hvetur til hnattræns samtals um marghliða lausnir á kynjamisrétti, sem aftrar viðbrögðum gegn loftlagsvánni.

Sjá nánar frétt á vef Hafrannsóknastofnunar frá 20. janúar. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?