Við erum á höttunum eftir háskólanemum!
01. mars 2024
Hafrannsóknarstofnun leitar eftir framúrskarandi háskólanemum, úr líffræði efnafræði, eðlisfræði, tölvunarfræði eða tengdum greinum, til starfa í sumar. Starfstímabil háskólanema er um 3 mánuðir eða samkvæmt frekara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í boði eru nokkur störf og eru verkefni þeirra og ábyrgð mismunandi.
Við leitum að starfsfólki sem býr yfir
-
Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
-
Sýnir sjálfstæði og viðhefur skipulögð vinnubrögð
-
Framúrskarandi samskiptahæfileikar, jákvætt viðmót og þjónustulund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Áhugasamir eru beðnir um að senda inn umsókn sína hér á Starfatorgi og jafnframt uppfæra umsóknir sínar hér hafi þeir sent inn almennar umsóknir áður. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 11.03.2024
Sólveig Lilja Einarsdóttir veitir nánari upplýsingar, sendið tölvupóst á netfangið: mannaudur@hafogvatn.is