Sérfræðingur óskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Sérfræðingur óskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Starfið felur í sér rannsóknir og vöktun á umhverfi og lífríki fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða á Neskaupsstað.
 
Ásamt því að vakta umhverfisáhrif sjókvíaeldis á firði metur Hafrannsóknastofnun burðarþol fjarða og gefur álit í tengslum við leyfisveitingar í sjókvíaeldi. Þessi verkefni og önnur sem stofnunin sinnir tengjast og er gert ráð fyrir að nýr sérfræðingur geti tekið þátt í þeirri þverfaglegu teymisvinnu sem á sér stað innan stofnunarinnar.
 
Helstu verkefni og ábyrgð:
 
• Úrvinnsla gagna og miðlun niðurstaðna í ræðu og riti.
• Þátttaka í rannsóknaleiðöngrum og annarri sýnatöku.
• Aðkoma að skipulagningu rannsókna.
 
Hæfniskröfur:

• Framhaldsmenntun í efnafræði, eiturefnavistfræði, líffræði eða skyldum greinum.
• Hæfni í gagnaúrvinnslu og notkun tölfræðiforrita (R eða sambærilegt) er kostur.
• Þekking og reynsla við að vinna með landupplýsingakerfi er kostur.
• Metnaður, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi.
• Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og skilmerkilegan hátt.
• Skilyrði að geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Tök á norðurlandamáli er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

• Ítarleg ferilskrá.
• Afrit af prófskírteinum.
• Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
• Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.
Sótt er um starfið á Starfatorgi. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.
Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
 
Um stofnunina:

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Hafnarfirði en auk þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum. Starfshlutfall er 100%
 
Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor
 
Umsóknarfrestur er til og með 09.09.2024. Vinsamlega sækið um starfið hér, á Starfatorgi ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir: 
Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - hronn.egilsdottir@hafogvatn.is - 695 6705
Sólveig Lilja Einarsdóttir, Mannauðsstjóri – solveig.lilja.einarsdottir@hafogvatn.is
 
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?