Ný alþjóðleg úttekt lofar starfsemi Sjávarútvegsskólans

Stjórnendur og starfsfólk Sjávarútvegsskólans á sl. ári, frá vinstri: Julie Ingham, Stefán Úlfarsson… Stjórnendur og starfsfólk Sjávarútvegsskólans á sl. ári, frá vinstri: Julie Ingham, Stefán Úlfarsson, Mary Frances Davidson, Zaw Myo Win og Þór Heiðar Ásgeirsson.
Aðrar myndir á síðunni eru frá starfsemi skólans í ár og í fyrra.

Sjávarútvegsskóli GRÓ (GRÓ FTP) fékk mikið lof í nýlegri matskýrslu GOPA ráðgjafafyrirtækis í nýrri ytri úttekt á GRÓ miðstöðinni um þróunarsamvinnu og fjórum GRÓ skólunum sem tilheyra miðstöðinni. Úttektin var gerð að frumkvæði utanríkisráðuneytisins sem hluti af innra mati á verkefnum í þróunarsamvinnu og er önnur sinnar tegunda en hin var gerð árið 2017. Í skýrslu GOPA var fjallað um samræmi Sjávarútvegsskólans við alþjóðleg markmið um sjálfbærni, umbreytandi áhrif þess á samstarfsríki og nýstárlegar nálganir í menntun og þjálfun. Að auki var Sjávarútvegsskólinn talinn vera rekstrarlega hagkvæmur (cost-effective).

Sjávarútvegsskólinn hefur frá stofnun verið hýstur af Hafrannsóknastofnun og má stofnunin og sérfræðingar hennar taka til sín þá jákvæðu umsögn sem kemur fram í GOPA skýrslunni. Hafrannsóknastofnun sér einnig um tvær af fjórum sérlínum Sjávarútvegsskólans, stofnmatslínu og fiskeldislínu, undir faglegri stjórn séfræðinga stofnunarinnar. Mjög margir af sérfræðingum stofnunararinnar koma að kennslu og leiðsögn nemenda Sjávarútvegsskólans.

Valdeflandi fagaðilar á sviði sjávarútvegs um allan heim

Skýrslan undirstrikar hvernig Sjávarútvegsskólinn hjálpar til við að móta framtíð sjálfbærrar fiskveiðistjórnunar í skýru samræmi við Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG) númer 14: Líf í vatni. Frá því að fyrsti hópur námsmanna kom til landsins árið 1998 hafa yfir 490 nemendur útskrifast úr sex mánaða þjálfunarnáminu í Íslandi. Þar að auki hafa um 1.700 fagaðilar frá ýmsum þróunarlöndum notið góðs af sérhæfðum stuttum námskeiðum í samstarfslöndum Sjávarútvegsskólans, skólastyrkjum sem Sjávarútvegsskólinn veitir til náms á Íslandi, auk ýmissa annarra viðburða sem Sjávarútvegsskólinn stendur að.

Fyrrum nemendur Sjávarútvegsskólans sem tóku þátt í matinu skýrðu frá aukinni starfsþróun og áhrifum af vinnu þeirra á stefnumótun í sjávarútvegi í heimalandinu ásamt tæknilegum framförum – sem sýnir árangur Sjávarútvegsskólans í að stuðla að varanlegri og sjábærri þróun sjávarútvegs.

Að byggja alþjóðlegt net sérfræðinga á sviði sjávarútvegs

Skýrslan greinir frá því að sá góði árangur sem Sjávarútvegsskólinn hefur náð, byggir á hagnýtri nálgun, nánum tengslum við leiðandi sérfræðinga á heimsvísu í sjávarútvegsfræðum, nýtingu hráefnis og markaðsmálum, og íslenskra og erlendra stofnana sem koma að stjórnun veiða. Sérstaklega er tekið fram sá góði árangur sem náðst hefur í jafnvægi kynja á meðal þátttakenda í þjálfunarnáminu, en á því tímabili sem matið nær yfir (2018-2024) hafa 55% nemendanna verið konur. Endurgjöf útskrifaðra á upplifun og gagnsemi þjálfunarnámsins var jákvæð, þar sem 80% sögðu að þeir hafi vaxið í starfi og haft raunveruleg áhrif á sínu sviði eftir að hafa lokið þjálfunarnáminu.

Sjálfbærni og framtíðarsýn

GOPA matið fagnaði áframhaldandi starfi Sjávarútvegsskólans á sviði sjálfbærni og undirstrikaði mikilvægi í að byggja langtíma samband við samstarfsaðilanna, deila þekkingu með áframhaldandi stuðningi við útskrifaða nemendur til að kynna vinnu sína á alþjóðlegum ráðstefnum, og vinna að fjölþjóðlegum verkefnum eins og FARFISH – með hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi.

Í skýrslunni má líka finna hugmyndir til að bæta starfið og stuðla að þróun inn í framtíðina. Lagt er til að auk styrki fyrir doktors- og MSc. nema (skólastyrki), styrkja ásýnd Sjávarútvegsskólans á vefmiðlum, og búa til skýrari breytingarstjórnunarkenningu fyrir verkþætti Sjávarútvegsskólans.

Arfleifð sem vert er að fagna

Þar sem Sjávarútvegsskólinn heldur áfram starfi sínu, er skólinn áfram skuldbundinn til að valdefla fagfólk í sjávarútvegi, stuðla að sjálfbærum breytingum og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra þróunarmarkmiða. Árangur Sjávarútvegsskólans endurspeglar skuldbindingu Íslands um að efla þekkingu og getu samstarfslandanna til þróunar á sjálfbærri fiskveiðistjórnun og fiskiðnaði.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?