Mynd af Brendon Lee, fyrirlesara málstofunnar.
Brendon Lee frá Háskóla Íslands verður með erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Stutt samantekt um kynninguna og verk Brendons.
Tími: 16. nóvember, 12:30-13:00
Staður: Stóri fundarsalurinn á fyrstu hæð Fornubúða 5, Hafnarfirði
Streymi: Beint á YouTube-rás Hafrannsóknastofnunar
Fyrirlestur og glærur: Enska
Leitin að lausn við ráðgátunni um stofnagerð kolmunna (Micromesistius poutassou)
Skilningur á stofngerðum nytjastofna er nauðsynlegur til að viðhalda sjálfbærum veiðum og heilbrigði vistkerfa. Kolmunni (Micromesistius poutassou) er mikilvæg tegund bæði efnahagslega sem og fyrir vistkerfi miðsjávar. Hann finnst aðallega meðfram landgrunnsbrúninni í Norðausturhluta Atlantshafs.
Hér áður fyrr (1981-1992) var talið að tveir kolmunnastofnar væru á svæðinu og veiðum stýrt útfrá því. Skiptingin milli stofnanna var skilgreind útfrá hrygningarsvæði þeirra þannig að annar stofninn hrygndi norðan við breiddargráðu 48°N og hinn sunnan við sömu breiddargráðu. Frá 1993 hefur verið talið að þetta sé einn stofn og veiðum stjórnað samkvæmt því.
Þrátt fyrir margar rannsóknir er enn þá deilt um það hvort það séu einn eða fleiri stofnar af kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi. Í þessum fyrirlestri verður gert skil á yfirlitsgrein þar sem útgefið efni um stofngerð kolmunna í Norðaustur Atlantshafi var tekið saman og greint. Niðurstöður benda til þess að staðsetning hrygningar gæti verið notuð til að skipta nýliðun í norður- og suðurhluta, sem getur haft áhrif á göngumynstur og tengsl á milli einstaklinga.
Árlegur breytileiki í umhverfisaðstæðum getur hinsvegar haft áhrif á hrygningarsvæðin og skyggt á muninn á milli stofnhluta sem hefur staðbundin áhrif á styrk árganga. Til að bregðast við þessum margbreytileika og til að draga úr óvissu er þörf á þverfaglegum rannsóknum á stofngerð kolmunna, sérstaklega í samhengi við áhrif loftslagsbreytinga. Efnagreining á kvörnum gæti mögulega verið notuð til að afmarka líffræðilega stofnhluta og gagnast þannig sem upplýsingar fyrir sjálfbæra veiðinýtingu sem tæki tillit til fjölbreytileika innan stofna.
Um Brendon
Brendon Lee hefur starfað við rannsóknir á stofnum kolmunna sem ný-doktor við Háskóla Íslands síðan í júní 2023. Þar áður starfaði Brendon sem fiskifræðingur fyrir stjórnvöld á Falklandseyjum (2015-2023). Þar bar Brendon ábyrgð á samhæfingu, stjórnun og stuðning við rannsóknir á tannfisk (Dissostichus eleginoides) ásamt öðrum nytjastofnum við Falklandseyjar.
Samhliða starfi stundaði Brendon doktorsnám og útskrifaðist með doktorsgráðu í fiskifræði frá Rhodes University, Suður Afríku árið 2022.
Unravelling Blue Whiting (Micromesistius poutassou) Population Structure:
Navigating Contradictions Towards Resolution
A short summary of the presentation and an abstract of the presenter´s work follow here. Brendon Lee from the University of Iceland will deliver the presentation.
-- ENGLISH --
Time: 12:30-13:00, 16th of November
Place: Meeting hall in Fornubúðir 5, Hafnarfjörður
Stream: Live through MFRI's YouTube channel
Lecturer's language: English
Abstract
Understanding fish population structure is vital for ensuring sustainable exploitation and ecosystem health. Blue whiting (Micromesistius poutassou) is an ecologically and economically significant mesopelagic species, predominantly found along the continental shelf edge across the Northeast (NE) Atlantic.
Historically, blue whiting (1981 - 1992) was managed as two stocks, consisting of northern and southern contingents separated along a conditional line at 48°N through the main spawning area. However, since 1993, it has been managed as a single stock. Despite extensive research, ongoing debate surrounds the question of whether a single or two-stock hypothesis better characterizes the population structure.
Here we present an interdisciplinary review of available literature investigating blue whiting population structure in NE Atlantic waters. Our review suggests that spawning location may define recruitment into northern and southern contingents, affecting subsequent migratory patterns and individual affiliation.
However, annual environmental conditions affecting spawning areas obscure the distinction between contingents, impacting spatial patterns in cohort strength. To address these complexities and reduce uncertainties, further interdisciplinary research is needed, particularly in the context of climate change. Otolith chemical analysis shows promise for delineating biological stocks to inform sustainable management practices that can account for intrapopulation diversity.
About Brendon
Brendon has been working as a post-doctoral researcher investigating blue whiting population connectivity at the University of Iceland since June 2023. Prior to his arrival, Brendon was working as a Fisheries Scientist for the Falkland Islands Government, Fisheries Department (2015 - 2023). In this role, Brendon was responsible for the coordination, leadership and support of biological and life-history research on Patagonian toothfish and other commercial finfish species around the Falkland Islands.
In coordination with this role, Brendon got a PhD in Fisheries Science from Rhodes University, South Africa in 2022.