Vopnaða kaupskipið HMS Rajputana sem var skotið niður 13. apríl 1941 á Íslandsmiðum og kom inn greinilega inn á mælitæki í kortlagningaleiðangri hafsbotns á vegum Hafrannsóknastofnunar.
Kortlagning hafsbotnsins: Nýjar mælingar varpa ljósi á kunnuglegt skipsflak
Á 400 metra dýpi, um það bil 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi liggur skipskrokkur á hafsbotninum sem er 155 metra langur og 20 metra breiður. Staðsetning flaksins er á 64° 57'N, 27° 19'V og það sem er talið vera stefni skipsins rís 13 metra upp frá hafsbotninum og virðist snúa í vestur. Skipið liggur á ystu brún plógfars eftir ísaldarjökul sem er 330 metra breitt og 12 metra djúpt. Skutur skipsins virðist vera grafinn undir set og er skipið því líklega lengra en gögnin sýna. Umhverfis flakið má sjá hóla og hæðir sem gætu verið leifar af skipinu sjálfu.
Á kortinu má sjá staðsetningu Rajputana vestur af Snæfellsnesi.
Kristján H. Kristinsson, skipstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, segir að íslenskir togarar hafi uppgötvað flakið í á árunum 1991/1992. Svæðið er þekkt karfaslóð og í gegnum tíðina hafa togarar á karfaveiðum fest veiðarfæri sín í flakinu. Togari frá Akureyrar fékk meðal annars upp keðju frá flakinu í veiðarfæri. Líklegast þykir að um kaupskipið HMS Rajputana sé að ræða en talið var að það lægi á 64° 50'N, 27° 25'V. Staðsetningin var áætluð út frá stefnu og hraða skipsins þegar því var grandað en ekki var búið að staðfesta þá staðsetningu.
Í rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til að kortleggja hafsbotninn í kringum Ísland var siglt yfir staðinn sem talið var að Rajputana lægi en þar voru engin ummerki um skipsflak. Því má með nokkurri vissu áætla að þessi staðsetning, 64° 57'N, 27° 19'V, sé hinsti hvílustaður vopnaða kaupskipsins HMS Rajputana og þeirra áhafnameðlima sem ekki komust frá borði. Gunnar Birgisson kafari hafði samband við leiðangursfólk og taldi mjög líklegt að þarna væri búið að staðsetja flakið af HMS Rajputana.
Margt frægðarfólk ferðaðist með Rajputana fyrir stríðsárin, fólk á borð við Mahatma Gandhi, jóginn Paramahansa Yogananda og Lawrence of Arabia. Eftirfarandi er myndskeið frá ferð Mahatma Gandhi með SS Rajputana 29.ágúst 1931.
Sjá nánar á YouTube
Þess má til gamans geta að systurskip HMS Rajputana, HMS Rawalpindi, er trúlega að finna á sömu breiddargráðu austur af Íslandi, en það skip er með stærri skipum sem hafa farist við Ísland. Breska flotamálastjórnin breytti því í vopnað kaupskip og tók Rawalpindi í þjónustu 26. ágúst 1939.
Norðurvaktin
Í seinni heimsstyrjöldinni stóðu bresk herskip vaktina á Atlantshafinu til að koma í veg fyrir smygl og til að fylgjast með þýskum herskipum. Þessi skylda var krefjandi, sérstaklega í erfiðu veðri. Til að losa herskipin fyrir önnur verkefni, breytti breska flotamálastjórnin sumum kaupskipum í vopnuð skip (e. Armed Merchant Cruisers - AMC) til að sinna þessu verkefni ásamt því að fylgja skipalestum um Atlantshafið.
Vígbúið kaupskip
SS Rajputana, upphaflega smíðað sem farþegaskip, sem var fullbúið í desember 1925 fyrir P. & O. Steam Navigation Co Ltd í London. Skipinu var breytt þann 4. september 1939 í vopnaða kaupskipið HMS Rajputana (F 35), og tekið í notkun í desember 1939. Þann 13. apríl 1941, þegar það fylgdi skipalestinni HX-117 og stuttu síðar eftirliti í Grænlandssundi, varð það fyrir tundurskeyti frá þýska kafbátinum U-108 vestur af Íslandi. Þrátt fyrir aðgerðir varð skipið fyrir höggi, sem leiddi til verulegs manntjóns, þar á meðal fararstjóra og áhafnarmeðlima.
Sjá meira á vefsíðunni Uboat.net
„HX“ skipalestakerfið
Eftirfarandi upplýsingar um „HX“ skipalestakerfið er sótt í The Canadian Naval Review.
Í seinni heimsstyrjöldinni gegndi „HX“ skipalestakerfið mikilvægu hlutverki í siglingum yfir Atlantshafið, í fylgd kanadískra herskipa. Fyrsta skipalestin hófst með HX-1 í september 1939 og hélt áfram til og með HX-358 í júní 1945 en leiðin lá frá Halifax og síðar New York. Upphaflega voru skipalestirnar í fylgd herskipa og vopnaðra kaupskipa en þeim var síðar skipt út fyrir orrustuskip til fælingar gagnvart þýskum herskipum. Velgengni HX-skipalestanna byggði að mestu á því að sniðganga átök. Þrátt fyrir nokkurt tap og áskoranir voru skipalestirnar áfram mikilvæg líflína í stríðinu.
Óvinur í sjónmáli
Eftirfarandi er frásögn af atburðunum eins og lýst er á www.uboat.net. Kafbáturinn U-108 hafði upphaflega séð HMS Rajputana þann 11. apríl og veitti skipinu eftirför á eftirlitsferð sinni um Grænlandssundið. Á meðan á eftirförinni stóð skaut U-108 nokkrum tundurskeytum á HMS Rajputana.
- apríl 09:45 - HMS Rajputana sást fyrst af U-108.
- apríl 18:08 - Tveimur tundurskeytum skotið, hitta ekki.
- apríl 20:46 - Einu tundurskeyti skotið, hitta ekki.
- apríl 20:48 - Einu tundurskeyti skotið, hitta ekki.
- apríl 07:40 - Einu tundurskeyti skotið, hitta ekki.
- apríl 07:43 - Einu tundurskeyti skotið, skall á skut.
- apríl 08:23 - Einu tundurskeyti skotið, mistókst að sökkva.
- apríl 09:30 - Einu tundurskeyti skotið, lendir og sekkur.
Vitnisburður Murray William Knowles
Knowles rifjaði upp atburðina sem lýstu skyndilegri árás þýska kafbátsins, hraustum en illa útbúnum viðbrögðum áhafnarinnar og að lokum upplifun sína að yfirgefa sökkvandi skipið. Knowles og félagar sem lifðu af máttu þola klukkustundir í yfirfullum björgunarbátum áður en þeim var bjargað af breskum tundurspillum sem sigldu frá Íslandi. Vitnisburðinn má finna hér.
Myndir upplýsingar má finna hér.
Heimildir:
The ‘HX’ Convoy System. (12.maí, 2012). Canadian Naval History. Sótt 21.apríl, 2024. https://www.navalreview.ca/2012/05/the-hx-convoy-system/
Armed Merchant Cruiser. (19.júní, 2005). Sótt 21.apríl,2024. http://www.warcovers.dk/greenland/amc_rajputana.htm
HMS Rajputana (F 35). Sótt 21.apríl,2024. https://www.uboat.net/allies/merchants/ships/876.html