Dýptarmælingakort af Grænland-Skotland hryggnum ásamt helstu hafstraumum.
Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar, Háskóla Íslands og Senckenberg stofnunarinnar, sem eru öll aðilar að BIODICE samstarfinu, birtu nýlega grein í tímaritinu Marine Ecology þar sem þeir vekja athygli á áhyggjum sínum af hafsvæðinu við Grænlands-Skotlands hrygginn á tímum breytinga í hafinu.
Markmið greinarinnar er að beina sjónum að þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á svæðinu. Eins draga þeir saman þær áskoranir og aðgerðir sem fara þarf til að ná fram markmiðum sem sett hafa verið fram vegna Áratugs hafsins fyrir sjálfbæra þróun sem og 30 x 30 markmiða Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að því að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030.
Greinin fjallar um sumar af þeim líffræði- og eðlisfræðilegum breytingum sem hafa orðið nýlega og sendir út ákall um aðkallandi samstarf, miðlun þekkingar og aukna menntun næstu kynslóðar vísindamanna.
Greinina má lesa hér.