Fyrsta skráning um hreyfingar hnúfubaks milli Grænhöfðaeyja og Vestur-Grænlands

Skýringarmynd: Hér sýnir bleika svæðið algenga leið hnúfubaks að búsvæðis frá vesturfæðusvæðinu (sam… Skýringarmynd: Hér sýnir bleika svæðið algenga leið hnúfubaks að búsvæðis frá vesturfæðusvæðinu (samsett úr fæðusvæðum við Maine-flóa, Atlantshaf við Kanada og vestur-Grænland). Appelsínugula svæðið sýnir svo algengar leiðir hnúfubaks frá eystri fæðusvæðum. Gula svæðið sýnir búsvæðið í Vestur-Indíum. Myndin í efra vinstra horni er ljósmynd af NA04936 sem tekin var 4. júlí 2021 (©Glacialis leiðangur) og myndin í neðra hægra horni er ljósmynd af NA04936 tekin 24. mars 1999 við Grænhöfðaeyjar (©Beatrice Jann) frá Chosson o.fl. 2024.

Fyrsta skráning um hreyfingar hnúfubaks milli Grænhöfðaeyja og Vestur-Grænlands

Hnúfubakur sem myndaður var við Grænhöfðaeyjar undan ströndum Afríku hefur nú í fyrsta sinni einnig verið myndaður á fæðusvæði vestur-Grænlands.

Á hverju ári flytjast hnúfubakar milli búsvæða í suðurhluta Atlantshafs (við Karabíska hafið og við strönd Afríku) og fæðusvæða í norðri. Enn er margt óþekkt um árlega flutninga þessara tignarlegu spendýra.

Vegna alþjóðlegs átaks í vöktun, sem byggir á myndgreiningu og gervihnattamerkingum, hefur mótast sú tilgáta að hnúfubakar sem nærast vestan megin í Norður - Atlantshafi (frá strönd Bandaríkjanna til Vestur-Grænlands) flytjast til vestrænna búsvæða (við Karabíska hafið og Stóru- og Litlu - Antillaeyjar). Hnúfubakar frá austanverðu Norður-Atlantshafi (við Ísland og Noreg) fara hins vegar til búsvæða beggja vegna Norður - Atlantshafsins. Vöktun hnúfubaka er möguleg vegna gagnagrunns um hnúfubaka í sem er í umsjón Allied Whale.

Athuganir frá hnúfubaki NA04936

Hnúfubakurinn sem um ræðir ber heitið NA04936. Hann var ljósmyndaður og skráður undan strönd Vestur-Grænlands, í Nunarsuit við Arsuk, í júlí 2021 í Glacialis leiðangrinum (Atlas leiðangur). Ríflega 22 árum áður (í mars 1999) var hann hins vegar myndaður og skráður við Grænhöfðaeyjar.

Grein um ferðalag NA04936 í fræðiritinu Vistfræði og þróun
Meira um Allied Whale
Meira um Glacialis leiðangurinn


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?