Kortlagning hafsbotnsins

Ljósm. Julian Burgos Ljósm. Julian Burgos

Rs. Árni Friðriksson hélt í leiðangur 8. júní sem standa mun til 24. júní.

Áætlunin í júní er að kortleggja 22 þúsund ferkílómetra svæði í Suðausturdjúpi sem er á bilinu 800 – 2300 metra dýpi. Svæðið er framhald af mælingum frá árinu 2019 og markmiðið er að tengjast mælingum frá árinu 2017, í norðurenda (sjá mynd).

yfirlitsmynd af kortlagningu hafsbotnsins

Frá árinu 2017 er kortlagning hafsbotnsins átaksverkefni stofnunarinnar til næstu 12 ára.

Markmið verkefnisins er að afla þekkingar um hafsbotninn innan efnahagslögsögu Íslands sem mun nýtast í margháttuðum tilgangi og er forsenda fyrir vísindalegri nálgun við sjálfbærri nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á, í og undir hafsbotni.

Davíð Þór Óðinsson er leiðangursstjóri.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?