Vöktun veiðiáa

Villtur lax á leið upp í Laugardalsá. Þetta er ekki eldislax að villast. Villtur lax á leið upp í Laugardalsá. Þetta er ekki eldislax að villast.


Hafrannsóknastofnun annast ýmsa þætti varðandi vöktun á laxveiðiám til að fylgjast með í hve miklu mæli strokfiskar úr eldi skili sér í veiðiár.

Hluti af þessari vöktun er sú að laxar sem veiðast og eru grunaðir um að vera af eldisuppruna eru sendir í svokallaða arfgerðagreiningu á erfðarannsóknastofu Matís ohf. 

Á síðustu tveimur vikum hefur stofnunin fengið tilkynningu um 4 laxa, sem veiddust á Vestfjörðum og voru hugsanlega taldir ættaðir úr eldi. Óskaði stofnun í framhaldinu eftir að fá þá viðkomandi laxa til sýnatöku og arfgerðargreiningar.

Laxarnir veiddust í eftirfarandi ám og fengu eftirfarandi upprunagreiningu:

Veiðivatn: Fjöldi Uppruni
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi 1 eldislax
Selá í Skjaldfannardal (Djúpi) 1 eldislax
Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi 1 náttúrulegur lax
Staðará í Steingrímsfirði 1 eldislax

 

Þessi fjöldi eldislaxa í ám á þessum svæðum, er í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldiseldis hér við land. Hlutfall eldislaxa í þessum ám er, miðað við þennan fjölda laxa, vel undir þeim mörkum að erfðasamsetningu villtu stofnanna sé hætta búin.

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?