Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fjallar hér um strokulaxa úr kvíaeldi á fundinum,
Í tilefni þess að nýtt veiðitímabil væri að hefjast boðaði Hafrannsóknastofnun til morgunfundar 16. maí undir yfirskriftinni „Upptaktur að veiðisumri“. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en var einnig streymt.
Upptökur af erindum fundarins má finna kaflaskipt í þessu myndbandi, sjá tengil.
Dagskrá fundarins eins og sjá má í upptökunni er eftirarandi:
- Fundur settur, Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
- Laxveiði og veiðihorfur sumarið 2024, Hlynur Bárðarson
- Strokulaxar úr kvíaeldi, Leó Alexander Guðmundsson
- Fiskrækt og sjálfbærni laxastofna,Guðni Guðbergsson
- Rafræn skráning veiði, Ingi Rúnar Jónsson og Ragnar Ingimundarson
Tímasetning hvers erindis fyrir sig er sem hér segir:
00:00 Fundur settur
0:01:39 Laxveiði og veiðihorfur sumarið 2024
00:24:26 Strokulaxar úr kvíaeldi
00:44:09 Fiskrækt og sjálfbærni laxastofna
01:03:54 Rafræn skráning veiði