Upptökur af fundi um málefni ferskvatnsfiska eru tiltækar

Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fjallar hér um strokulaxa úr kvíaeldi… Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fjallar hér um strokulaxa úr kvíaeldi á fundinum,

Í tilefni þess að nýtt veiðitímabil væri að hefjast boðaði Hafrannsóknastofnun til morgunfundar 16. maí undir yfirskriftinni „Upptaktur að veiðisumri“. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en var einnig streymt.

Upptökur af erindum fundarins má finna kaflaskipt í þessu myndbandi, sjá tengil.

Dagskrá fundarins eins og sjá má í upptökunni er eftirarandi:

- Fundur settur, Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar

- Laxveiði og veiðihorfur sumarið 2024, Hlynur Bárðarson

- Strokulaxar úr kvíaeldi, Leó Alexander Guðmundsson

- Fiskrækt og sjálfbærni laxastofna,Guðni Guðbergsson

- Rafræn skráning veiði, Ingi Rúnar Jónsson og Ragnar Ingimundarson

Tímasetning hvers erindis fyrir sig er sem hér segir:

00:00 Fundur settur

0:01:39 Laxveiði og veiðihorfur sumarið 2024

00:24:26 Strokulaxar úr kvíaeldi

00:44:09 Fiskrækt og sjálfbærni laxastofna

01:03:54 Rafræn skráning veiði

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?