Frá vinstri eru: Árni Gunnarsson, Svanhildur Egilsdóttir, Erlendur Bogason og Anna Guðrún Ragnarsdóttir. Ljósm. Birgir Ísleifur Gunnarsson.
Á ársfundi SFS síðastliðinn föstudag var styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði síldariðnaðarins. Fjögur verkefni hlutu styrk og fékk hvert þeirra þrjár milljónir króna í sinn hlut.
Sjávarlífveruvefsíða Hafrannsóknastofnunar Sjávarlífverur | Hafrannsóknastofnun (hafogvatn.is) var eitt þeirra verkefna sem fékk styrk. Verkefnisstjóri er Svanhildur Egilsdóttir og verður styrkurinn nýttur til að bæta við efni á vefsíðuna.
Önnur verkefni sem hlutu styrki eru:
Margmiðlunarverkefni um konur í sjávarútvegi – átta örsögur, verkefnisstjóri Árni Gunnarsson. Samstarfsaðilar: Skotta ehf., Árskóli, Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra.
Hvað er í hafinu? Um skipsflök og landslag í hafi, verkefnisstjóri Guðrún Arndís Jónsdóttir. Samstarfsaðilar: Háskólinn á Akureyri, Sjávarútvegsmiðstöð (SJÁ), Unnur Ægis ehf., Erlendur Bogason kafari o.fl.
Saga fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum í 80 ár, verkefnisstjórar: Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason. Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands og Hafrannsóknir sf.
Við óskum öllum styrkþegum hjartanlega til hamingju með úthlutunina.