Mynd. Svanhilur Egilsdóttir
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli úthafsrækju fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 5022 tonn. Forsendur ráðgjafar má nálgast í meðfylgjandi skjali.
Stofnvísitala úthafsrækju hefur lækkað frá árinu 2018 en er yfir varúðarmörkum. Mikið af þorski var á svæðinu en vísitala þorsks hefur verið há frá árinu 2014. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar, veiðar og ráðgjöf má nálgast í meðfylgjandi skjali.
Hlekkur á ráðgjafarvef.