Ljósm. Sigurður Þór Jónsson
Upptaka af erindunum:
VIDEO
Föstudaginn 10. nóvember verður ráðstefna hjá Hafrannsóknastofnun um afrakstur átaksverkefnis um loðnurannsóknir.
Verkefnið hefur verið í gangi síðan 2018 og verið á sérstökum fjárlögum til stofnunarinnar.
Dagskráin byrjar kl. 9:00 og lýkur um kl. 15:30. Helstu niðurstöður 15 rannsóknaverkefna verða kynnt á ráðstefnunni.
Ráðstefnan verður í húsi Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og er opin öllum. Ráðstefnunni verður einnig streymt á Youtube rás stofnunarinnar .
09:15 - 09:20 Setningarávarp
09:20 - 09:30 Kynning á aðdraganda rannsóknaátaksins
Langtímabreytingar í útbreiðslu og lífssöguþáttum
09:30 - 09:45 Gönguleið og tímasetning loðnugangna í ríflega aldarfjórðung greindar út frá veiðidagbókum
09:45 - 10:00 Breytingar á útbreiðslu loðnu á svæðinu á milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen af völdum loftslagasbreytinga
10:00 - 10:15 Þróun á lífssögu loðnu samfara breyttri útbreiðslu
10:15 - 10:30 Kaffihlé
Hrygning og fyrstu lífssöguskeið
10:30 - 10:45 Umhverfisáhrif á dreifingu loðnulirfa
10:45 - 11:00 Loðnurannsóknir í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík
11:00 - 11:15 Lagrangísk agna-reks-nálgun til að rekja lirfur aftur að hrygningu
Fæðuvistfræði
11:15 - 11:30 Fæða loðnu á nýrri fæðuslóð
11:30 - 11:45 Dreifing loðnu í mismunandi sjógerðum við austur-Grænland á fæðutíma að haustlagi
Tengsl afræningja og bráðar
11:45 -12:00 Mikilvægi loðnu í fæðu þorsks á íslenska landgrunninu
12:00 - 13:00 Hádegishlé
13:00 - 13:15 Loðna og hnísa – tengsl bráðar og afræninga á Íslandsmiðum
13:15 - 13:30 Samband útbreiðslu hvala og loðnu við austur Grænland að hausti
Stofnmat
13:30 - 13:45 Sannprófun kynþroskagreininga á loðnu
13:45 - 14:00 Áhrif lóðrétts fars og lífeðlisfræðilegra þátta á endurvarpsstyrk loðnu
14:00 - 14:15 Kaffihlé
14:15 - 14:30 Rýni á ráðgjöf loðnustofnsins
Samþætting niðurstaðna
14:30 - 14:45 Loðna á tímum umhverfisbreytinga
14:45 - 15:00 Almennar umræður, samantekt, ráðstefnuslit
Skýrslan á íslensku.
Skýrslunni, greinum skýrslunnar og glærum kynninganna verður deilt hér .