Mynd. Umhverfisstofnun.
Norræna ráðherranefndin, vinnuhópur um líffræðilega fjölbreytni og menningarminjar (NBM), opið er fyrir umsóknir um styrki 2023. Umsóknarfrestur er til 24. maí 2022.
Á hverju ári styrkir norræni vinnuhópurinn NBM, norræn samstarfsverkefni sem stuðla að því að stöðva missi á líffræðilegum fjölbreytileika og menningarminjum.
Verkefni sem hljóta styrk eiga að stuðla að því að ná markmiði kafla 5.3, Umhverfi og líffræðileg fjölbreytni, í samstarfsáætluninni um umhverfis- og loftslagsmál.
NBM mun árið 2023 beina spjótum að verkefnum sem vekja athygli á hnignun líffræðilegs fjölbreytileika ásamt verkefnum um sjálfbæra neyslu og sjálfbæra staði.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á vefnum Norrænt samstarf