Undirskrift. F.v. Þorsteinn Sigurðsson, Svandís Svavarsdóttir, Bjarni Benediktsson og forstjóri skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armón á Spáni. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.
Þann 31. mars sl. var skrifað undir smíðasamning á nýju skipi Hafrannsóknastofnunar. Það voru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem skrifuðu undir samninginn við skipasmíðastöðina Astilleros Armón í Vigo á Spáni.
Áætlað er smíði skipsins kosti um 4,7 milljarða króna og á það að vera tilbúið haustið 2024.
Nýja skipinu er ætlað að koma í stað rs. Bjarna Sæmundssonar, sem smíðað var 1970. Nýrra skip stofnunarinnar er, rs. Árni Friðriksson, var smíðað var árið 2000.