Málstofa fimmtudaginn 17. nóvember

Thassya Christina dos Santos Schmidt Thassya Christina dos Santos Schmidt

Fimmtudaginn 17. nóvember kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Thassya Christina dos Santos Schmidt, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun flytur erindið: New findings on Northeast Atlantic mackerel (Scomber scombrus) reproductive strategy and extension of spawning area into Nordic Seas.

Erindið verður flutt á ensku og streymt á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar.

Ágrip

Hrygningartími makríls er langur (frá janúar - júlí). Hrygning hans hefur verið umfjöllunarefni vísinda í meira en áratug og hefur meðal annars verið rökrætt um það hvort hann hrygni öllum eggjum í einu (e. determinate) eða hrygni oftar yfir hrygningartímann (e. indeterminate). Þessi óvissa getur haft áhrif á það hvernig rétt sé að ákvarða frjósemi makríls og mikilvægt að ákvarða þegar reikna þarf út stærð hrygningarstofns úr frá mati á fjölda hrygndra eggja.

Í þessari rannsókn voru notaðar nýjustu aðferðir til að ákvarða æxlunarlíffræði makríls. Niðurstöðurnar benda til þess að þroskun eggja sé stöðugt í gangi og því sé markríll að hrygna oft yfir hrygningartímann.

Í kjölfar á hlýnun sjávar og stórra hrygningarárganga nokkur ár í röð eftir árið 2000, varð stofnstærð makríls eftir árið 2010 meiri en áður hefur sést. Á sama tíma stækkaði hrygningarsvæði makríls bæði í norður og vestur án þess að hægt væri að meta hve langt útbreiðslan náði. Þess vegna var einnig metið hvort hrygning makríls hafi jafnvel náð inn á fæðusvæði hans í Norðurhöfum, norðan 60°N. Gögnin sem voru notuð voru fengin úr mismunandi vísindaleiðöngrum ásamt aflasýnum frá uppsjávarflota yfir fæðutímabil (maí-júlí) milli áranna 2004-2021. Í þessum mánuðum fannst makríll reglulega í suðurhluta Norður-Atlantshafs frá 2009, þar sem hlutfall kynþroska og hrygnandi fiska jókst með tímanum. Augljós breyting varð eftir 2011 þar sem hrygnandi fiskar, þó í litlum mæli, fundust allt norður fyrir 75°N í júlí.

Smásjárgreiningar sýndu að allt að 90% hrygna voru tilbúnar til hrygningar í maí, og um 10% í júní og júlí. Enn fremur, voru um það bil 38% af sýnunum sem tekin voru á seinni mánuðunum að gefa til kynna að hrygningu væri lokið og leifar óþroskaðra eggja greinanlegar (atresia). Niðurstöðurnar benda til þess að makríll hafi endað hrygningu til að nýta orkuna fyrir fæðuleit til að safna upp orku til að geta hrygnt aftur síðar.

Abstract

Northeast Atlantic mackerel has a long spawning season (from January to July). However, reproductive strategy of mackerel has been controversial for over decades, i.e., whether mackerel has determinate or indeterminate fecundity. Uncertainty about the correct fecundity type can affect the application of proper egg production method to estimate spawning stock biomass. During this study, we applied state-of-art techniques to identify the fecundity type of mackerel. Our results indicated that oocytes are continuously recruited during the spawning season, indicating an indeterminate fecundity. Additionally, following a warmer ocean and a succession of large year classes after 2000, the stock size of mackerel reached historically high levels after 2010. Simultaneously, the spawning area expanded north- and westwards to a yet unknown degree. Hence, we also investigated whether mackerel have de facto extended the spawning into the main feeding area in the Nordic Seas north of 60°N. We use mackerel data from different research surveys and landing during the feeding season (May-July) from 2004 to 2021. During these months, spawning mackerel was regularly found in the southern Nordic Seas from 2009, with the proportion of mature and spawning/partly spent fish generally increased up to today. However, a clear shift happened after 2011, seeing spawning and party spent fish, though in low proportions, as far as 75°N in July. Microscopical analysis showed that over 90% of females in May were spawning capable compared to about 10% in June and July. Further, approximately 38% of latter samples showed terminating spawning by atresia. Our results indicated that mackerel is ending spawning to investing in feeding migrations to accumulate enough energy for later physiological/reproductive demands.

Um Thassya

Thassya C. dos Santos Schmidt stundaði nám í líffræði og lauk bæði B.Sc og meistaragráðu í sjávarlíffræði í Brasilíu áður en hún kláraði dokstorsgráðu við Háskólann í Bergen árið 2017. Doktorsnámið hennar fjallaði um æxlunarlíffræði Atlantshafssíldar. Eftir doktorsnámið vann hún við rannsóknir á æxlunarlíffræði makríls við Hafrannsóknastofnunina í Noregi (Instute of Marine Research, Norway). Rannsóknarsvið Thassya liggja aðallega í rannsóknum á æxlun og nýliðun fiska og hvernig umhverfisþættir hafi áhrif á langtímabreytingar í lífsögu fiska. Thassya hóf störf á Uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar í febrúar á þessu ári.

Bio

Thassya C. dos Santos Schmidt did her undergraduate studies in biology and master’s degree in oceanography both in Brazil. Thassya got her a PhD in biology at the University of Bergen in 2017. Her doctoral thesis was on reproductive traits across Atlantic herring stocks complex. She did her postdoc at the Institute of Marine Research, Norway, where she worked with reproductive biology on Northeast Atlantic mackerel. Thassya´ s research interests are mainly on fish reproduction and recruitment and the effect of environmental parameters on long-term changes on life history traits. She joined the pelagic group at HAFRO in mid-February 2022.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?