Ljósm. Sigurborg Jóhannsdóttir
Að venju munum við hjá Hafrannsóknastofnun halda upp á sjómannadaginn.
Opið hús verður á fyrstu hæð að Fornubúðum 5, frá kl. 13:00 til 16:00. Þar má fræðast um kvarnir og hlutverk þeirra við aldurslestur fiska. Einnig verður hægt að skoða dýrasvif sem er mikilvæg fæða hjá ýmsum tegundum fiska, fugla og hvala.
Saga sjómannadagsins verður kynnt með myndum af öllum sem heiðraðir hafa verið á sjómannadaginn í Hafnarfirði frá upphafi. Framan við hús Hafrannsóknastofnunar á Flensborgarbryggju verður hægt að sjá sýnishorn af lífverum hafsins og kynnast líffræði þeirra.
Dagskrá sjómannadagsins í Hafnarfirði: https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/hatidarhold-a-sjomannadaginn-12.-juni