Fyrsta skrefi Grænna skrefa náð

Sólmundur Már Jónsson, mannauðs- og rekstarstjóri, Lísa Anne Libungan úr umhverfisnefnd og Atli Bryn… Sólmundur Már Jónsson, mannauðs- og rekstarstjóri, Lísa Anne Libungan úr umhverfisnefnd og Atli Bryngeirsson umsjónarmaður fasteigna, ásamt Hildi Harðardóttur frá Umhverfisstofnun, sem veitti viðurkenninguna.

Hafrannsóknastofnun hlaut í dag viðurkenningu fyrir að hafa staðist úttekt á fyrsta skrefi Grænna skrefa í ríkisrekstri, en stofnunin hóf þátttöku í verkefninu á síðasta ári. Umhverfisnefnd stofnunarinnar hefur haft veg og vanda af innleiðingunni, ásamt umsjónarmanni og vinnur markvisst að því að ljúka næstu skrefum.

Græn skref eru markviss leið fyrir opinbera aðila til að vinna að umhverfismálum með skýrum gátlistum. Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi. Umhverfisstofnun veitir viðurkenningu þegar hverju skrefi er náð. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?