Ert þú sérfræðingur um lífríki ferskvatnsfiska og verndun laxastofna?

Mynd: Shutterstock Mynd: Shutterstock

Hafrannsóknastofnun auglýsir nú um stundir tvær stöður á Ferskvatns- og eldissviði. Önnur staðan snýr að rannsóknum á lífríki ferskvatns. Markmið starfsins er að bæta grunn vísindalegrar þekkingar um vistfræði fiska í ám og vötnum á Íslandi þ.m.t. áhrifa umhverfisþátta, framkvæmda og nýtingar sem stuðli að vernd og sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Hin staðan snýr að rannsóknum á villtum laxastofnum. Markmið starfsins er að bæta grunn vísindalegrar þekkingar um vistfræði laxastofna á Íslandi þ.m.t. áhrifa umhverfisþátta, fiskeldis, framkvæmda og nýtingar með styrkingu villtra stofna að leiðarljósi.

Í báðum stöðum er leitað að eftir einstaklingi með masters- eða doktorspróf í fiskifræði eða skyldum greinum.

Sótt er um á starfatorgi, sjá nánar hér:


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?