Staða greiningar á strokulöxum - 18. október

Mynd úr safni, tekin úr dróna af laxastiga í Laugardalsá. Mynd úr safni, tekin úr dróna af laxastiga í Laugardalsá.

Eldislaxar hafa veiðst í 44 ám/veiðivatni og 161 lax má rekja til slysasleppinga í Patreksfirði, þegar þetta er birt.

Hafrannsóknastofnun hefur staðfest eldisuppruna 164 laxa með útlits- og erfðagreiningu. Að meðtöldum þeim 27 eldislöxum sem greint var frá í fréttatilkynningu 19. september síðastliðnum. 

Aðeins tveir laxar með möguleg ytri eldiseinkenni reyndust villtir íslenskir laxar (einn úr Mjólká í Arnarfirði og einn úr Hólsá/Rangám á Suðurlandi).

161 lax rakin til slysasleppinga í Patreksfirði

Af 164 eldislöxum hefur verið hægt að rekja 161 til slysasleppingar í Patreksfirði sem tilkynnt var MAST í ágúst á þessu ári. Ekki var hægt að rekja þrjá eldislaxa til þessa atburðar. 

Hafrannsóknastofnun hafa borist alls 306 laxa til greiningar og á eftir að erfðagreina 142. Sú vinna fer nú fram á Matís.

Enn berast meintir eldislaxar

Hafrannsóknastofnun eru enn að berast meintir eldislaxar til greiningar. Hafrannsóknastofnun þakkar veiðimönnum sem skilað hafa fiskum til greiningar og áréttar mikilvægi þess til að fá sem besta mynd af umfangi eldislaxa í ám og dreifingu þeirra.

Meðfylgjandi mynd og tafla sýnir dreifingu eldislaxa sem veiðst hafa og stöðu greiningar. Númer á myndinni vísa í töflu fyrir myndina þar sem finna má nánari upplýsingar um staðsetningu og fjölda fiska.


Yfirlit yfir veiði staðfestra og meintra eldislaxa í ám sem borist hafa Hafrannsóknastofnun. Stærð hringja tákna hlutfallslegan fjölda fiska. Rauður eru eldislaxar sem búið er að greina og gulur meintir eldislaxar í greiningu. Númer á mynd vísa í töfluna fyrir neðan þar sem finna má nánari upplýsingar um staðsetningu og fjölda fiska.

Staða greiningar á meintum eldislaxi - 18. október 2023

Yfirlitstaflan tengir saman númerin á myndinni við nánari upplýsingar um heiti áa/veiðivatna, fjölda fiska og stöðu greiningar þeirra fiska sem komið hefur verið með til Hafrannsóknastofnunar.

Staðsetning (nr. á mynd)

Samtals í greiningu

Staðfestir eldislaxar

Greiningu ólokið

Vesturland

1. Hvítá

1

1

 

2. Álftá

1

 

1

3. Hítará

1

 

1

4. Haffjarðará

2

 

2

5. Holtsá

1

1

 

6. Haukadalsá

1

1

 

7. Svínafossá

1

 

1

8. Laxá í Dölum

9

4

5

9. Krossá

1

1

 

10. Búðardalsá

8

2

6

11. Staðarhólsá/Hvolsá

10

10

 

Vestfirðir (að Ströndum)

12. Þorskafjarðará

1

1

 

13. Móra

3

3

 

14. Vatnsdalsá

3

1

2

15. Örlygshöfn

4

4

 

16. Suðurfossá

5

 

5

17. Patreksfjörður/Ósá

6

6

 

18. Sunndalsá

20

7

13

19. Dynjandisá

1

1

 

20. Mjólká

2

2

 

21. Laugardalsá

2

2

 

22. Ísafjarðará

21

15

6

23. Langadalsá

9

6

3

24. Hvannadalsá

3

1

2

25. Selá

2

2

 
Strandir og Norðurland
26. Kjósará

1

 

1

27. Staðará

6

 

6

28. Víðidalsá

2

 

2

29. Hrútafjarðará

38

7

31

30. Síká

6

 

6

31. Miðfjarðará

26

16

10

32. Tjarnará

3

1

2

33. Hóp

1

1

 

34. Víðidalsá

3

1

2

35. Vatnsdalsá

18

12

6

36. Blanda

55

44

11

37. Héraðsvötn

2

 

2

38. Húseyjarkvísl

4

3

1

39. Laxá á Refasveit

15

5

10

40. Hjaltadalsá/Kolka

2

1

1

41. Eyjafjarðará

1

1

 

42. Fnjóská

2

 

2

Suðurland

43. Geirlandsá

1

 

1

44. Kálfá

2

1

1

Samtals öll svæði

306

164

142


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?