Brislingur (efri) og smásíld (neðri). Mynd með útgefinni grein.
Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins er grein um fisktegundina brisling sem hefur fundist í vaxandi mæli við Íslandsstrendur frá árinu 2017.
Í greininni er getið um alla þekkta fundarstaði brislings við landið hingað til. Brislingur er fremur strandlægur fiskur og hefur nú fundist víða við sunnan- og vestanvert landið, flestir út af Rangársandi og Landeyjasandi, í Faxaflóa, Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Langflestir brislinganna voru kynþroska fiskar. Brislingur er mikilvæg stærð í vistkerfinu í Eystrasalti og Norðursjó og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum muni reiða af hér við land.
Smelltu á hlekk til að opna grein.