Vatnalífsrannsóknir í Hálslóni, Kelduárlóni og Sauðárvatni, auk hliðaráa

Nánari upplýsingar
Titill Vatnalífsrannsóknir í Hálslóni, Kelduárlóni og Sauðárvatni, auk hliðaráa
Lýsing

Ágrip

Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsókna á lífríki og eðlis- og efnaþáttum í Hálslóni, Kelduárlóni og Sauðárvatni, auk nokkurra vatnsfalla við Hálslón og á Hraunum. Vettvangsrannsóknir fóru fram árin 2022 og 2023. Gerðar voru rannsóknir á efna- og eðlisþáttum vatns og blaðgræna a mæld. Safnað var dýrasvifi úr vatnsbol og hryggleysingjum í botnseti og fjöruborði stöðuvatna/lóna og af botni vatnsfalla. Fiskar voru veiddir með lagnetum af mismunandi möskvastærðum í vötnum/lónum og rafveiðum í straumvatni. Mesta gruggið var í Hálslóni og rýni aðeins 14,5 cm. Þó jökulgrugg sé í Kelduárlóni var það mun tærara og rýnið um 270 cm. Jökulgruggs gætir ekki í Sauðárvatni. Sviflæg krabbadýr var nánast ekki að finna í Hálslóni, en í Kelduárlóni og Sauðárvatni fannst nokkuð af dýrasvifi (3,8–15,9 dýr/l). Í Kelduárlóni var ranafló ríkjandi en augndíli í Sauðárvatni. Meðalþéttleiki hryggleysingja í botnseti var 15.700 dýr/m2 í Kelduárlóni og 2.376 dýr/m2 í Sauðárvatni. Bleikjur veiddust í Hálslóni, Kelduárlóni og Sauðárvatni, sem og öllum vatnsföllum sem veitt var í, utan Desjarár. Minnst var veiðin (í fjölda fiska og heildarþyngd) í Hálslóni en mest í Sauðárvatni. Meðalþéttleiki botnlægra hryggleysingja í straumvatni var á bilinu 5.139–135.041 dýr/m2 og var rykmý ríkjandi hópur í þeim öllum.

Abstract

This report contains results from a study which was done on the ecosystem at Hálslón and Kelduárlón reservoirs, Lake Sauðárvatn and few river tributaries, located in the Eastern highlands of Iceland. The study was carried out in August 2022 and 2023 and focused on water physical and chemical components, algae biomass (Chlorophyll a), lake zooplankton, benthic invertebrates and fish communities. The Hálslón reservoir is fed by glacial river which is loaded with fine-grained sediments. That causes high turbidity of the reservoir with Secchi-depth of only 14.5 cm. The Keldurárlón reservoir is also partially fed by glacial water, but to a much less degree than Hálslón, and the Secchi-depth was 270 cm. Lake Sauðárvatn is a non-glacial highland lake with high transparency. The zooplankton density in Kelduárlón and Sauðárvatn was 3.8–15.8 animals/l, with Bosmina sp. the most common crustacea in Kelduárlón and Cyclopoida copepods in Lake Sauðárvatn. Zooplankton fauna in Hálslón reservoir was poor and only one copepod larvae was found. Density of benthic invertebrates was higher in Kelduárlón (15,700 animals/m2) than in Lake Sauðárvatn (2,376 animals/m2). Arctic char was found in Hálslón, Kelduárlón and Sauðárvatn, and in all the rivers studied except in river Desjará. The highest catch of Arctic char (in number and weight) was in Sauðárvatn, but lowest in Hálslón. The average density of benthic invertebrates in the rivers were 5,139–135,041 animals/m2, with chironomids larvae as the dominant group.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Nafn Ragnhildur Magnúsdóttir
Nafn Haraldur R. Ingvason
Nafn Eydís Salome Eiríksdóttir
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 32
Blaðsíður 59
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð bleikja, netaveiði, seiðarannsóknir, Hálslón, Kelduárlón, Sauðárvatn, Innri Sauðá, Sauðá, Desjará, efnasamsetning ferskvatns, eðlisþættir, rýni, svifaur, blaðgræna, svifdýr, hryggleysingjar, Arctic char, gillnets, electrofishing, Hálslón reservoir, Kelduárlón reservoir, lake Sauðárvatn, rivers Sauðá, river Innri Sauðá, river Desjará, water chemistry, Secchi-depth, turbidity, Chlorophyl a, zooplankton, benthic invertebrates.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?