Efnasamsetning Þingvallavatns. Gögn frá árinu 2023. HV 2024-25

Nánari upplýsingar
Titill Efnasamsetning Þingvallavatns. Gögn frá árinu 2023. HV 2024-25
Lýsing

Ágrip

Í skýrslunni er fjallað um niðurstöður mælinga og efnagreininga á vatnssýnum sem safnað var í útfalli Þingvallavatns við Steingrímsstöð 2019–2023 og lindunum Vellankötlu og Silfru 2020–2022. Niðurstöður ársins 2023 eru sambærilegar við niðurstöður fyrra rannsóknartímabils sem staðið hefur frá árinu 2007. Niðurstöðurnar voru notaðar til að flokka Þingvallavatn í samræmi við lög um stjórn vatnamála (nr. 36/2011) og benda þær til þess að vatnshlotið Þingvallavatn sé í mjög góðu ástandi m.t.t. eðlisefnafræðilegra gæðaþátta. Samanburður við reglugerð 796/1999 um varnir gegn mengun vatns benda til þess að vatnið sé í umhverfisflokki I og II.

Abstract

This report presents the results of measurements and chemical analyzes of samples collected at the outlet of Þingvallavatn at Steingrímsstöð 2019–2023 and the springs Vellankatla and Silfra in 2020–2022. The results are compared with the results of the previous study period since 2007. The results were used to classify the lake according to criteria set forward in the water management act no. 36/2011 and suggest that the water body is in high status with respect to physico-chemical quality elements. Classification of the lake according to the Icelandic regulation no. 796/1999 suggests that the lake water is in classes I and II.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 25
Blaðsíður 28
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð efnavöktun, aðalefni, snefilefni, næringarefni, efnabúskapur, vatnsgæði, stjórn vatnamála, eðlisefnafræðilegir gæðaþættir, water monitoring, major elements, trace elements, nutrients, lake chemistry, lake water quality
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?