Fyrirlestur 11. maí 2023, kl: 12:30 í sal á jarðhæð á Hafró að Fornubúðum 5, Hafnarfirði. Málstofunni er einnig streymt á Teams.
Karl Gunnarsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun flytur erindið “Klóblaðka: þörungaeldi í kerjum á landi / Experimental, land-based seaweed culture”
Fyrirlesturinn verður á íslensku, en glærur með enskum texta
Ágrip
Á undaförnum árum hefur áhugi á nýtingu þörunga aukist verulega í heiminum. Náttúrulegir stofnar eru margir smáir og bera ekki mikla nýtingu. Eina leiðin til að nýta þá á sjálfbæran hátt er að rækta þá. Um þessar mundir er unnið að tilraunum til ræktunar þörunga í eldiskerjum á landi í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík. Sjór til ræktunar, sem hefur stöðugt hitastig, stöðuga seltu og stöðugan styrk næringarefna, er fenginn úr borholum. Megináherslan hefur hingað til verið á tilraunir með ræktun klóblöðku (Schizymenia valentinae) sem vex í fjörum við Suðvestur- og Vesturland, er góður matþörungur og hefur auk þess lækningamátt. Ræktunartilraunirnar ganga út á að finna bestu umhverfisaðstæður fyrir vöxt þörunganna hvað varðar hitastig og ljós. Einnig hafa verið gerðar tilraunir til að fjölga klóblöðku í rækt svo að ekki þurfi að safna þörungum úr náttúrulegum stofnum til að halda ræktinni við.
SummaryIn recent years, interest in the uses of seaweed and other algae has increased significantly in the world. Many natural populations are small and do not support extensive harvesting. The only way to use them sustainably is to grow them. At the moment, experiments are being carried out to grow algae in land-based tanks at the Marine and Freshwater Research Institute’s experimental aquaculture station in Grindavík. Seawater for cultivation with constant temperature, salinity and nutrient concentrations is obtained from a boreholes. Until now, the main focus has been on experiments with the cultivation of Schizymenia valentinae; klóblaðka, which grows on rocky shores in southwestern and western Iceland. It is a tasty, edible seaweed that also has medicinal properties. The cultivation experiments consist of finding the best environmental conditions for its growth in terms of temperature and light. Attempts have also been made to propagate the plants in culture for not having to collect algae from natural populations to maintain culture.
Um Karl
Karl vinnur við rannsóknir á þörungum á Hafrannsóknastofnun bæði rannsóknir tengdum nýtingu þangs og þara úr náttúrulegum stofnum en einnig við eldistilraunir á nytjaþörungum. Karl stundaði nám í þörungafræðum við Parísarháskóla.
Karl works on research on seaweed at the Marine and Freshwater Research Institute, both research related to the harvesting of fucoids and kelp from natural populations and also farming of commercial species. Karl studied phycology at the University of Paris.
Microsoft Teams meeting
Join on your computer, mobile app or room device
Click here to join the meeting
Meeting ID: 381 951 086 55
Passcode: 4cqMto