Við leitum að sérfræðingi á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Við leitum að sérfræðingi á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Sérfræðingur á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Starfið felur í sér rannsóknir og vöktun á umhverfi og lífríki fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða Neskaupsstað.

Ásamt því að vakta umhverfisáhrif sjókvíaeldis á firði metur Hafrannsóknastofnun burðarþol fjarða og gefur álit í tengslum við leyfisveitingar í sjókvíaeldi. Þessi verkefni og önnur sem stofnunin sinnir tengjast og er gert ráð fyrir að nýr sérfræðingur geti tekið þátt í þeirri þverfaglegu teymisvinnu sem á sér stað innan stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Úrvinnsla gagna og miðlun niðurstaðna í ræðu og riti, þátttaka í rannsóknaleiðöngrum og annarri sýnatöku, aðkoma að skipulagningu rannsókna.

Hæfniskröfur: 

Framhaldsmenntun í líffræði eða skyldum greinum er kostur, hæfni í gagnaúrvinnslu og notkun tölfræðiforrita (R eða sambærilegt), þekking og reynsla við að vinna með landupplýsingakerfi er kostur. 

  • Metnaður, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og skilmerkilegan hátt.
  • Skilyrði að geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Tök á norðurlandamáli er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

Ítarleg ferilskrá, afrit af prófskírteinum, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið og tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Starfshlutfall er 100%. Sótt er um starfið hér á Starfatorgi. 

Umsóknarfrestur er til og með 10.07.2024

Nánari upplýsingar veita: Hrönn Egilsdóttir, hronn.egilsdottir@hafogvatn.is, Sími: 6956705 og Sólveig Lilja Einarsdóttir, solveig.lilja.einarsdottir@hafogvatn.is


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?