Við leitum að nýdoktor til að starfa að BioProtect verkefninu

Við leitum að nýdoktor til að starfa að BioProtect verkefninu

Hafrannsóknastofnunin auglýsir eftir nýdoktor í “Horzion EU Mission Ocean and Waters” verkefnið - BioProtect.

Markmið verkefnisins er m.a. að þróa og beita svæðisbundnum lausnum er stuðla að vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika, í sjó og strandsvæðum. Alls eru átján samstarfsaðilar í verkefninu en tilviksrannsóknir verða skipulagðar á hafsvæðum við Noreg, Íslantild, Írland, norður hluta Portúgal og Asóreyjar, sjá nánar hér. 

Um er að ræða sameiginlega þriggja ára stöðu. Nýdoktorinn mun hafa aðsetur við Háskólann í Galway í Galway á Írlandi fyrsta árið (mars 2025 til loka febrúar 2026) og á höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnun í Hafnarfirði næstu tvö árin á eftir.

Smellið hér fyrir starfslýsingu og nánari upplýsingar (á ensku).


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?