Hagræðingarkrafa
Á starfsmannafundi í vikunni var farið yfir stöðu fjármála og rekstrar hjá stofnuninni. Hér eru birtar samskonar upplýsingar og þar komu fram en nokkur umræða hefur verið um fjármál og fjárveitingar til stofnunarinnar síðustu daga í kjölfar starfsmannafundarins.
Tafla 1. Hækkun fjárveitinga 2017 og 2018 til nýrra verkefna (m.kr.)
2017 |
Kortlagning hafsbotnsins (tímabundið í 12 ár) |
200 |
2018 |
Auknar loðnurannsóknir (tímabundið 5 ár) |
195 |
|
Vöktun vegna erfðablöndunar |
90 |
|
Hækkun alls |
485 |
Auknar fjárveitingar hafa verið notaðar til að vinna að nýjum og auknum verkefnum á ofangreindum sviðum. Auk ofangreinds hækkuðu fjárveitingar um 55 m.kr. vegna verkefna sem færð hafa verið til stofnunarinnar frá öðrum aðilum en á móti hækkaði kostnaður. Fjárveiting og framlag til Hafrannsóknastofnunar lækkar síðan umtalsvert á árinu 2019.
Tafla 2. Lækkun fjárveitinga og framlaga árið 2019 (m.kr.)
Frumvarp til fjárlaga 2019 |
Hagræðingarkrafa |
42 |
2. umræða |
Framlag úr Verkefnasjóði 250 m.kr. í stað 390 m.kr. síðustu árin |
140 |
3. umræða |
Viðbótarhagræðingarkrafa |
42,1 |
|
Lækkun alls |
224,1 |
Uppreiknaðar sértekjur í fjárlögum
Auk beinnar hagræðingarkröfu sem útlistuð er hér að ofan þá er innbyggður ósýnilegur en sjálfkrafa niðurskurður fjárveitinga. Hann birtist með þeim hætti að ofan á áætlaðar sértekjur ársins er reiknuð hækkun sértekna út frá forsendum fjárlaga um launa- og verðlagshækkanir. Hugmyndin með þessu er að stofnanir sem selja þjónustu hækki verðskrá sína í takt við verðlagsþróun og innheimti þar með hærri tekjur. Hafrannsóknastofnun selur hins vegar mjög litla þjónustu en hefur tekjur fyrst og fremst úr sjóðum (m.a. framangreindum Verkefnasjóði) og seldum rannsóknaafla og hefur því lítil sem engin tök á því að hækka sértekjur sínar. Í fjárlögum 2019 er krafa um hækkun sértekna 79,4 m.kr. sem dregst frá hækkun fjárveitinga vegna launa- og verðlagshækkana. Því er í raun verið að lækka fjárveitingar sem nemur 79,4 m.kr. eða gera þá kröfu að mannskapur og tæki séu seld út. Þessi „kerfisvilla“ á við um allar stofnanir í svipaðri stöðu.
Heildarniðurskurður á árinu 2019 er því 303,5 m.kr. að teknu tilliti til ofangreinds. Hagræðingarkrafa og reiknuð hækkun sértekna síðustu tvö árin er eftirfarandi:
|
2017 |
2018 |
Hagræðingarkrafa |
|
38 |
Reiknuð hækkun sértekna
|
62,9 |
58,8 |
Af 485 m.kr. hækkun fjárveitinga 2017 og 2018 í auknar rannsóknir situr því eftir aðeins um 21 m.kr.
Tafla 3 – Breytingar fjárveitinga 2017-2019