Samstarfssamningur um kennslu í fiskifræði undirritaður

Þessi ljósmynd var tekin við undirritun samningins. Á myndinn má sjá í efri röð frá vinstri:  Theódó… Þessi ljósmynd var tekin við undirritun samningins. Á myndinn má sjá í efri röð frá vinstri: Theódór Kristjánsson, sérfræðing í erfðafræði, Gunnar Þór Jóhannesson, deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeild, Arnar Pálson, prófessor í lífupplýsingafræði, Sigurður M Garðarsson, Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Í neðri röð eru: Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Dr. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.

Nýlega var endurnýjaður samstarfssamningur á milli Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar um kennslu í meistaranámi í fiskifræði og skyldum greinum. Fyrri samstarfssamningur var undirritaður 2020 og síðan þá hafa fjöldi sérfræðinga hjá stofnuninni koma að kennslu og leiðbeiningu nemenda í meistaranámi innan þessa samstarfssamnings.

Um er að ræða kennslu í Sjávar- og vatnalíffræði á verkfræði og náttúruvísindasviði. Á vef Háskóla Íslands segir:

"Efni námskeiða og verkefna byggja á sérfræðiþekkingu starfsmanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar sem sjá um kennsluna og einnig samstarfsaðila á Íslandi. Möguleiki er á að vinna rannsóknarverkefni við aðrar rannsóknarstofnanir.

Viðfangsefni námskeiða og mögulegra verkefna munu endurspegla þessa þekkingu í fiskifræði, vatnalíffræði, sjávarvistfræði, haffræði og umhverfisfræði og einnig notkun ólíkra aðferða við rannsókir á lífríkinu þ.á.m. notkun líkana og tölfræði við stofnstærðarmat, greiningu á kvörnum, hljóðum og merkingum, nýtingu útlits og erfðaupplýsinga við rannsóknir á lífríki ferskvatns og sjávar, bæði samfélögum og stofnum lífvera til dæmis fiska, sjávarspendýra og fugla."

Við undirritun endurnýjaðs samnings lýsti rektor Háskóla Íslands yfir ánægju með samstarfið og lagði áherslu á mikilvægi þess að því yrði haldið áfram.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?