Opin málstofa fimmtudaginn 31. október

Cecilie Hansen Cecilie Hansen

Cecilie Hansen, rannsakandi frá norsku hafrannsóknastofnunni (Havforskingsinstituttet), verður með erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar fimmtudaginn 31. október kl. 12.30.

Erindi hennar, sem flutt verður á ensku ber heitið: 'The effect of climate change, fisheries management and invasive species on the ecosystem in the Barents and Nordic Seas - explored by using an Atlantis end-to-end model'.

Málstofan verður haldin í fundarsal höfuðstöðva Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og á Teams. Öll eru velkomin.

Hér má finna tengil á fjarfund málstofunnar. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?