Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn.
Mynd: Svandís Eva Aradóttir.
Hafnarfjarðarhöfn, heimkynni Hafrannsóknastofnunar, iðar af lífi um þessar mundir, sem óneitanlega er staða sem stingur í stúf við upplifun fólks á landi vegna þess fimbulkulda sem nú ríkir um hávetur sem og undangenginna náttúruhamfara á Reykjanesinu, steinsnar frá. Að öllum líkindum hefur smásíld gengið í höfnina sem selir og hnúfubakar hafa gætt sér á, en um leið hefur heimsókn þeirra glatt vegfarendur við höfnina. Ekki síst starfsfólk Hafrannsóknastofnunar, sem eðli málsins samkvæmt er óvenju áhugasamt um lífríki sjávar.
Á myndinni má sjá hnúfubak dóla sér í höfninni, en hnúfubakur er sú hvalategund sem jafnan vekur mestu athygli meðal almennings einkum sökum atferli síns. Sjá nánar um hnúfubaka hér.