Laxateljari í Laugardalsá sem greinir eldisfiska

Laxateljari í Laugardalsá sem greinir eldisfiska

Í liðinni viku unnu sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar við að koma fyrir laxateljara í fiskveginn við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána.

Auk þess að greina fjölda villtra fiska er mögulegt að greina hvort að um eldisfiska sé að ræða. Þær upplýsingar sem fást með teljaranum er m.a. nýttar í þeirri vöktun sem tengist áhættumati erfðablöndunar. Hægt er að fylgjast með göngum um teljarann hér. 

Teljarinn er settur niður snemmsumars og tekinn upp að hausti.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?