Inn með trollið, inn! (myndir)

Kristín og Svandís kvarna ýsu í togararalli á Breka.
Mynd: Valur Bogason. Kristín og Svandís kvarna ýsu í togararalli á Breka.
Mynd: Valur Bogason.

Það hefur verið líf og fjör um borð í Breka VE 61 í togararalli Hafrannsóknarstofnunar síðastliðnar vikur en svo er árlegur leiðangur stofnunarinnar alla jafna kallaður hvers tilgangur er að stofnmæla botnfisk á Íslandsmiðum. Fjögur skip þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS, og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.

Hér má sjá nokkrar myndir af skipverjum á Breka í ham.

Áhöfn og rannsóknarfólk á Breka VE 61 í togararalli 2024.
Mynd: Valur Bogason.

Trollið tekið, þriggja gilsa hal. Hásetarnir Hemmi til vinstri og Atli til hægri.
Mynd: Valur Bogason.

Ragna og Petrún við gagnasöfnun í togararalli á Breka.
Mynd: Valur Bogason.

22 tonna karfahol.
Mynd: Valur Bogason.

Arnar gengur frá gögnum um borð.
Mynd: Valur Bogason.

Búið að hífa, Magnús skipstjóri og Sigfús eru sáttir. 
Mynd: Valur Bogason.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?