Mynd 1. Yfirferð skipa í loðnumælingum dagana 8.-19. febrúar 2025.
Athugið, hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.
Meira magn af loðnu mældist fyrir norðvestan land nú í febrúar en í janúar mælingum Hafrannsóknastofnunari. Það er meginástæðan fyrir uppfærðri ráðgjöf upp á 8589 tonn.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson, ásamt uppsjávarveiðiskipunum Polar Ammassak og Heimaey hafa verið við loðnumælingar norður af Íslandi síðan 8. febrúar (mynd 1). Ekkert var að sjá af fullorðinni loðnu á yfirferðasvæði veiðiskipanna tveggja meðan tæp 98.2 þúsund tonn mældust á Árna Friðrikssyni norðvestan við land (mynd 2). Í janúar mældust um 180 þúsund tonn austur af landinu og saman með febrúarmælingunni vestan til er heildarmæling vetrarins um 278.20 þúsund tonn.
Til samanburðar þá var stærð veiðistofnsins metinn 318 þúsund tonn síðast liðið haust. Ráðgjöf hafrannsóknastofnunar byggir á samþykktri aflareglu stjórnvalda þar sem haustmæling vegur 1/3 á móti 2/3 af niðurstöðu vetrarmælinga að teknu tilliti til óvissu í matinu og til metins afráns.
Sjá nánar um ráðgjöfina hér.

Mynd 2. Leiðarlínur þriggja skipa í loðnumælingu dagana 8.-19. febrúar 2025 (Árni Friðriksson ljósblár, Polar Ammassak grænn, Heimey rauð) og þéttleiki loðnu samkvæmt bergmálsmælingum.