Eldishrygna er veiddist í Vatnsdalsá. Hrognsekkir eru óþroskaðir
Lax sem veiddur var í Vatnsdalsá 31. ágúst sl. og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, reyndist vera eldislax. Komið var með laxinn á Hafrannsóknastofnun þann 3. september og sýni úr honum í framhaldinu arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís ohf.
Fiskurinn bar ytri einkenni sem bentu til eldisuppruna, s.s. skemmdir á uggum. Við krufningu kom í ljós að um hrygnu var að ræða, með mjög óþroskaða hrognsekki. Hún var með tóman maga og uggaskemmdir bentu til að hún hafi strokið seint úr eldi (síðbúið strok).
Það er óvenjulegt að ókynþroska fiskur gangi í ár og þekkum við þess varla dæmi.