Áttundi Alþjóðlegi dagur kvenna og stúlkna í vísindum
11. febrúar 2023
Myndir úr safni Hafrannsóknastofnunar
Í dag, 11. febrúar, er áttundi Alþjóðlegi dagur kvenna og stúlkna í vísindum. Sameinuðu þjóðirnar settu þennan dag á laggirnar árið 2016 til að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum.
Á þessu ári mun Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum, einbeita sér að hlutverki kvenna og stúlkna og vísindum í tengslum við sjálfbær þróunarmarkmið (SDG) https://sdgs.un.org/goals, sem eru nú til endurskoðunar.
Verulegur kynjamunur hefur verið viðvarandi, á öllum stigum vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði um allan heim. Jafnvel þó konur hafi náð gríðarlegum framförum í átt að aukinni þátttöku í æðri menntun, vantar töluvert upp á í fyrrnefndum greinum.
Hér neðar er stutt myndband sem gefur örlitla innsýn í starf nokkurra kvenna sem starfa í áhugaverðum heimi vísindanna hér hjá Hafrannsóknastofnun