Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.
Út er komin skýrsla um vistfræðileg viðmið við ástandsflokkun strandsjávar á Íslandi út frá líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum. Skýrslan er unnin af Hafrannsóknastofnun fyrir Umhverfisstofnun vegna innleiðingar á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir viðmiðunargildum fjögurra gerða vatnshlota í strandsjó sem lýsir náttúrulegu ástandi, auk ástandsflokkanna mjög gott, gott og ekki viðunandi ástand. Nú þegar hefur strandsjór verið skilgreindur í svokölluð vatnshlot (e. waterbodies) og er markmið laga um stjórn vatnamála að ástandi þeirra hnigni ekki vegna athafna manna. Til þess að meta ástand vatnshlota skal nota líffræðilega gæðaþætti; botndýr á mjúkum botni, botnþörunga á hörðum botni og lífmassa plöntusvifs, auk eðlisefnafræðilegra gæðaþátta; styrk uppleystra næringarefna að vetrarlagi.
Skýrslan er mikilvæg vegna áframhaldandi vinnu við innleiðingu laga um stjórn vatnamála og mun hún verða til notuð til hliðsjónar við túlkun á niðurstöðum vöktunar í strandsjó.
Hlekkur á skýrsluna.