Digra laxsíld

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Bolinichthys supralateralis
Enska: Stubby lanternfish
Þýska: Stompe lantaarnvis
Spænska: Mictófido

Ljósmynd vantar.

 

Digra laxsíld er frekar þykkvaxin. Haus er stuttur og skoltar ná vel aftur fyrir mjög stór augun. Bolur er svipaður að Iengd og hausinn en stirtla er lengri. Rætur bakugga eru ívið styttri en rætur raufarugga. Eyruggar ná aftur fyrir rauf.

Helstu ljósfæri eru forljósfæri, tvö eyruggaljós hvorum megin, þrjú brjóstljós, kviðuggaljós, (for)raufarljós, fimm hvorum megin, þrjú ofanraufarljós, hliðarljós, raufarIjós, raufaruggaljós en þau eru 4-5 hvorum megin, stirtluljós 3-5 og spyrðuljós. Digra laxsíld verður um 12 cm á lengd.

Geislar: B: 12-14, R: 12-15; E: 12-15.

Heimkynni digru laxsíldar eru í öllum heimshöfum. Hér veiddist þessi tegund í fyrsta skipti í júní árið 2003 á 540-844 m dýpi djúpt vestur af Öndverðarnesi (64°0I'V, 29°27'V) og var hún 10,5 cm löng. Önnur veiddist skömmu síðar á 600-700 m dýpi djúpt suður af Reykjanesi (59°44'N, 26°I6'V) utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar. Hún var 11,5 cm löng. Áður hafði digra laxsíld veiðst næst íslandi djúpt suðvestur af Bretlandseyjum.

Lífshættir: Digra laxsíld er úthafs- og miðsjávartegund sem veiðist allt niður á 850 m dýpi. Digra laxsíld verður kynþroska 9 cm löng.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?