Augnasíld

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Alosa fallax
Danska: stavsild
Færeyska: stavsild
Norska: stamsild
Sænska: stamsild, staksild
Enska: shad, twaite shad
Þýska: Finte, Perpel
Franska: alose feinte
Spænska: alosa, saboga
Portúgalska: saboga, Savelha
Rússneska: Fínta

Augnasíld líkist venjulegri síld í útliti en getur orðið stærri en hún. Einnig er hún hávaxnari og kjaftvíðari. Hausinn er í meðallagi stór, kjaftur endastæður og jafnskolta. Efra tálknaloksbein er geislagárótt. Bolur er þunnvaxinn og kjalhreistur er tennt frá kverk að rauf, einkum framan kviðugga. Uggar eru allir frekar litlir nema sporðurinn sem er allstór og djúpsýldur. Hreistur er í meðallagi stórt. Augnasíld verður allt að 60 cm á lengd.

Litur: Á baki er augnasíldin skærblá á lit, gyllt á hliðum hauss og silfruð eða hvít á hliðum og kviði. Röð 6-10 dökkra og kringlóttra bletta á ofanverðum bol frá haus og aftur á móts við afturenda bakugga er einkennandi fyrir tegundina.

Geislar: B: 18-21;R: 19-2-3(27), hryggjarliðir 55-59.

Heimkynni augnasíldar eru í Miðjarðarhafi, sunnan- og vestanverðu Svartahafi og frá Marokkó í Afríku norður með ströndum Vestur-Evrópu, umhverfis Bretlandseyjar, í Norðursjó til Vestur-Noregs inn í Eystrasalt og allt inn í Kirjálabotn. Til Íslands flækist hún stundum.

Danski dýrafræðingurinn Frederik Faber sem var hér við rannsóknir á fyrri hluta 19. aldar getur augnasíldar fyrst hér við land við Vestmannaeyjar árið 1829. Næst varð hennar vart við Reykjanes árið 1933 en þá veiddi þýskur togari þar 30 augnasíldir og nokkrum árum síðar veiddi sami togari eina sunnan Reykjaness. Síðan verður hennar ekki vart fyrr en árið 1977 þegar ein veiddist á stöng í Eyjafirði. Í september árið 1994 veiddist 52 cm hrygna á 44 m dýpi út af Keilisnesi í Faxaflóa. Þá veiddist ein 44 cm löng á 110 m dýpi í Meðallandsbug (63039'N, 17°37'V) í mars árið 2001 og ein 49 cm löng veiddist á 200-220 m dýpi á Jökultungu í Faxaflóa í byrjun september árið 2002. Í nóvember sama ár veiddist ein 45 cm á ótilgreindum stað. Í október árið 2003 veiddist ein 50 cm undan Suðausturlandi og önnur um 50 cm á Látragrunni. Í nóvember 2005 veiddist ein 50 cm við Berufjarðarál (64°12'N, 13°20'V).

Lífshættir: Augnasíld er torfu- og göngufiskur sem heldur sig í strandsjó og gengur upp í árósa til hrygningar en aldrei langt upp í ár. Hún hrygnir á sand- eða malarbotni í maí og byrjun júní. Eggin eru um 200 þúsund og klekjast á 2-8 dögum um leið og þau rekur með straumum. Seiðin berast til sjávar og alast þar upp. Að lokinni hrygningu heldur fullorðni fiskurinn með ströndum fram í fæðuleit. Augnasíld verður kynþroska 3-4 ára og 30-40 cm löng. Hún getur orðið 20-25 ára gömul.

Fæða ungfiskanna í sjónum eru fiskseiði, t.d. síldar, brislings og kýtlinga, auk smákrabbadýra en fullorðnu fiskarnir éta einkum sandsíli brisling, ungsíld, krabbadýr og fleiri.

Nytjar: Augnasíld er dálítið veidd í ármynnum en stofnar hafa minnkað mjög vegna mengunar og stíflugarða.

 

Augnasíld líkist venjulegri síld í útliti en getur orðið stærri en hún. Einnig er hún hávaxnari og kjaftvíðari. Hausinn er í meðallagi stór, kjaftur endastæður og jafnskolta. Efra tálknaloksbein er geislagárótt. Bolur er þunnvaxinn og kjalhreistur er tennt frá kverk að rauf, einkum framan kviðugga. Uggar eru allir frekar litlir nema sporðurinn sem er allstór og djúpsýldur. Hreistur er í meðallagi stórt. Augnasíld verður allt að 60 cm á lengd.

Litur: Á baki er augnasíldin skærblá á lit, gyllt á hliðum hauss og silfruð eða hvít á hliðum og kviði. Röð 6-10 dökkra og kringlóttra bletta á ofanverðum bol frá haus og aftur á móts við afturenda bakugga er einkennandi fyrir tegundina.

Geislar: B: 18-21;R: 19-2-3(27), hryggjarliðir 55-59.

Heimkynni augnasíldar eru í Miðjarðarhafi, sunnan- og vestanverðu Svartahafi og frá Marokkó í Afríku norður með ströndum Vestur-Evrópu, umhverfis Bretlandseyjar, í Norðursjó til Vestur-Noregs, inn í Eystrasalt og allt inn í Kirjálabotn. Til Íslands flækist hún stundum.

Danski dýrafræðingurinn Frederik Faber sem var hér við rannsóknir á fyrri hluta 19. aldar getur augnasíldar fyrst hér við land við Vestmannaeyjar árið 1829. Næst varð hennar vart við Reykjanes árið 1933 en þá veiddi þýskur togari þar 30 augnasíldir og nokkrum árum síðar veiddi sami togari eina sunnan Reykjaness. Síðan verður hennar ekki vart fyrr en árið 1977 þegar ein veiddist á stöng í Eyjafirði. Í september árið 1994 veiddist 52 cm hrygna á 44 m dýpi út af Keilisnesi í Faxaflóa. Þá veiddist ein 44 cm löng á 110 m dýpi í Meðallandsbug (63039'N, 17°37'V) í mars árið 2001 og ein 49 cm löng veiddist á 200-220 m dýpi á Jökultungu í Faxaflóa í byrjun september árið 2002. Í nóvember sama ár veiddist ein 45 cm á ótilgreindum

 

stað. Í október árið 2003 veiddist ein 50 cm undan Suðausturlandi og önnur um 50 cm á Látragrunni. Í nóvember 2005 veiddist ein 50 cm við Berufjarðarál (64°12'N, 13°20'V).

Lífshættir: Augnasíld er torfu- og göngufiskur sem heldur sig í strandsjó og gengur upp í árósa til hrygningar en aldrei langt upp í ár. Hún hrygnir á sand- eða malarbotni í maí og byrjun júní. Eggin eru um 200 þúsund og klekjast á 2-8 dögum um leið og þau rekur með straumum. Seiðin berast til sjávar og alast

þar upp. Að lokinni hrygningu heldur fullorðni fiskurinn með ströndum fram í fæðuleit. Augnasíld verður kynþroska 3-4 ára og 30-40 cm löng. Hún geturorðið 20-25 ára gömul.

Fæða ungfiskanna í sjónum eru fiskseiði, t.d. síldar, brislings og kýtlinga, auk smákrabbadýra en fullorðnu fiskarnir éta einkum sandsíli brisling, ungsíld, krabbadýr og fleiri

Nytjar: Augnasíld er dálítið veidd í ármynnum en stofnar hafa minnkað mjög vegna mengunar og stíflugarða.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?