Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða vélstjóra

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf vélstjóra á rannsóknaskip stofnunarinnar til starfa sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til árs með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 6. júní. 

 Helstu verkefni og ábyrgð  

  • Daglegur rekstur, viðhald og viðgerðir véla, tækja og vélbúnaðar um borð.

  • Fyrirbyggjandi viðhald með áherslu á rekstraröryggi og öryggi starfsfólks.

  • Þátttaka í þróun, uppbyggingu og innleiðingu á nýjum lausnum.

  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur 

  • Vélstjórnarréttindi VF.2.

  • Reynsla af því að vinna á sjó sem vélstjóri skilyrði.

  • Góð reynsla og þekking á rekstri og viðhaldi á vélum og búnaði.

  • Skipulagshæfileikar og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum.

  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.

  • Ríkir samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og hæfni til að vinna í teymi.

  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu.

  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

  • Ferilskrá

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið

  • Tilnefna skal tvo umsagnaraðila

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Hafrannsóknarstofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum. Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Um stofnunina

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Hafnarfirði en auk þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 185 manns í fjölbreyttum störfum.

Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor

Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 10.05.2024.
Nánari upplýsingar veita Sigurður Karvel Sigurðsson, sigurdur.karvel.sigurdsson@hafogvatn.is, sími: 898 8561 og Unnar Þór Gylfason, unnar.thor.gylfason@hafogvatn.is, sími: 691 6210.

Hægt er að sækja um starfið á Starfatorgi, smellið hér. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?