Stofnmat og ráðgjöf rækju á grunnslóð 2016

Stofnmat og ráðgjöf rækju á grunnslóð 2016

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að leyfðar verði veiðar á 167 tonnum í Arnarfirði fiskveiðiárið 2016-2017. Í Ísafjarðardjúpi eru ráðlagðar veiðar á 484 tonnum fiskveiðiárið 2016-2017. Þar sem magn ýsuseiða (4000 einingar) var yfir viðmiðunarmörkum í Ísafjarðardjúpi (800 einingar) ráðleggur  Hafrannsóknastofnun að rækjuveiðar hefjist ekki á því svæði fyrr en að magn þeirra hefur minnkað á veiðisvæðum rækjunnar.  
 
Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var undir meðallagi (mynd 1) og var helsta útbreiðslusvæði rækju innst í firðinum. Stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi mældist undir meðallagi (mynd 1). Líkt og undanfarin ár var mest magn rækju innst í Djúpinu. Rækjustofnar á öðrum svæðum eru enn í lægð (sjá mynd) og ekki er lagt til að veiðar verði stundaðar á þeim svæðum fiskveiðiárið 2016/2017.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?