Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2018. Meðal þeirra verkefna sem fær verkefnastyrk er Áhrif þangsláttar á lífríki fjörunnar sem Karl Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun stýrir. Hlaut verkefnið styrk að upphæð 13.984.000 kr.
Fram kemur í frétt á vef Rannís að alls hafi borist 342 gildar umsóknir og hafi 63 þeirra hlotið styrki eða um 18% umsókna.
Við óskum Karli og öðrum styrkþegum til hamingju.
Nánari upplýsingar um úthlutun Rannsóknasjóðs má finna á vef Rannís.