Vöktun á fiskistofnum Langadalsár 2015

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun á fiskistofnum Langadalsár 2015
Lýsing

Frá árinu 2013 hafa fiskirannsóknir árlega farið fram á vatnasvæði  Langadalsár með því markmiði að vakta breytingar á umhverfi, hrygningu og nýliðun fiskistofna auk þess sem fylgst er með lífssögulegum þáttum laxfiska.  Alls veiddust 453 laxar í ánni sumarið 2015 og árið varð í hópi bestu veiðiára sem komið hafa í ánni.  Frá árinu 2004 hefur laxveiði  í Langadalsá verið góð og hefur verið borin uppi af öflugum smálaxagöngum.  Í kjölfarið hefur hrygning laxa aukist og var áætluð 1,1 milljónir hrogna haustið 2015 sem svarar til 1,3 hrogna/m2.  Nýliðun seiða hefur að sama skapi aukist í samanburði við mælingar árin 1985-1990 og 1997-2001 og mældist heildarþéttleiki seiða á flatareiningu haustið 2015 sá mesti frá upphafi mælinga.  Laxaseiðin í öllum aldurshópum mældust smærri en undanfarin ár. Meðalvatnshiti Langadalsár var lægri sumarið 2015 en sést hefur í fyrri mælingum en vorhitinn (apríl – maí) var þó nærri meðallagi.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð lax, bleikja, vatnshiti, hrygning, seiðavísitölur, hreisturathuganir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?