Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2013

Nánari upplýsingar
Titill Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2013
Lýsing

Gerð var rannsókn á þéttleika og ástandi seiða í Jöklu og hliðarám hennar um mánaðarmótin júlí-ágúst 2013. Um er að ræða framhald rannsókna sem hófust 2011 til að fylgjast með landnámi laxfiska í Jöklu í kjölfar breytinga vegna tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og veitingu vatns til Lagarfljóts. Við það breyttust skilyrði í Jöklu verulega en hún er nú bergvatnsá utan þess tíma sem jökulvatn fellur á yfirfalli úr Hálslóni síðsumars. Veitt var með rafmagni ákveðið flatarmál á hverri mælistöð. Metin var þéttleiki seiða, lengd og þyngd var mæld auk þess sem kvarnir og hreistur var tekið til ákvörðunar aldurs og uppruna seiða. Náttúruleg laxaseiði fundust á neðri hluta Jöklu en sleppiseiði á efri svæðum árinnar. Þrif seiða virðast almennt góð og vöxtur ekki minni en í hliðaránum. Sleppiseiðin líkt og fæðudýrin hafa því lifað af yfirfall úr Hálslóni. Þar virðast vera komin sú niðurstaða að þrátt fyrir gruggugt yfirfallsvatn lifa seiði í Jöklu af og hafa náð að klára sinn lífsferil í sjó. Út frá dreifingu veiðinnar virðist Steinboginn hafa verið töf fyrir uppgöngu laxa í ána sem hafi minnkað við gerð fiskvegar við hann sumarið 2012. Nú virðist sem einhver göngutöf sé við Valabjörg en laxar veiddust ofan hans og allt upp fyrir Skjöldólfsstaði. Lax úr smáseiðasleppingum er því farinn að skila sér á það svæði og væntanlega hefur orðið hrygning þar haustið 2013. Telja verður að þessar niðurstöður séu góð tíðindi fyrir eigendur veiðiréttar en taka verður fram að nokkurn tíma og frekari reynsla er nauðsynleg áður en endanlega verður komið fram hvernig fiskstofnar svæðisins og veiðinýting verður til framtíðar.
 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð Jöklusá á Dal, Jökulsá á Brú, landnám, Fögruhliðará, Kaldá, Fossá, Hnefla, Hrafnkela, seiði, lax, bleikja, fæða, yfirfallsvatn, Kárahnjúkavirkjun
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?