Upprunagreining á löxum veiddum í Patreksfirði í júlí 2014

Nánari upplýsingar
Titill Upprunagreining á löxum veiddum í Patreksfirði í júlí 2014
Lýsing

Að beiðni Fiskistofu greindi Veiðimálastofnun uppruna 20 laxa úr veiði við Kleifaá í Patreksfirði í júlí 2014 og grunur lék á að væri strokulax úr eldi. Við upprunagreininguna var notast við erfðafræðilegar aðferðir og könnun á útliti. Jafnframt var kynþroski laxanna metinn. Erfðagreining sýndi að laxarnir voru allir af norskum uppruna og útlit benti til uppvaxtar í sjókví. Stærð kynkirtla benti til að a.m.k. hluti laxanna hafi stefnt á hrygningu í haust, mögulega allir.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð upprunagreining, erfðagreining, lax, eldislax, Patreksfjörður
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?