Silungurinn í Mývatni. Yfirlit yfir rannsóknir og veiðitölur 1986 - 2012

Nánari upplýsingar
Titill Silungurinn í Mývatni. Yfirlit yfir rannsóknir og veiðitölur 1986 - 2012
Lýsing

Á árinu 2011 voru settar miklar takmarkanir á veiði í Mývatni. Takmarkanirnar voru settar vegna þess hve bleikjustofninn var orðinn lítill, árlegt veiðihlutfall hátt og sterkar vísbendingar um að hrygning væri takmarkandi fyrir stærð stofnsins og veiði. Vetrarveiði í almenningi var einungis heimiluð frá 1. – 15. mars en eftir þann tíma var bleikja friðuð. Urriðaveiði var heimil í eigin landhelgi með takmörkuðum fjölda neta til 31. ágúst en netafjölda var deilt milli veiðiréttarhafa eftir arðskrá. Veiðitakmörkunum var framhaldið 2012 samkvæmt nýtingaráætlun sem staðfest hefur verið af Fiskistofu. Í rannsóknaveiðum komu ekki fram vísbendingar um mikla aukningu í fjölda smásilungs og minnkun á fjölda stærri bleikju frá fyrra ári. Holdafar bleikjunnar fer nú batnandi og höldastuðull hefur hækkað. Hlutfall rykmýs, langhalaflóar og kornátu í mögum hefur hækka en hlutdeild hornsílis í fæðu lækkað. Það bendir til að viðsnúningur hafi orðið í niðursveiflu í átustofnum vatnsins og að bjartara geti verið framundan hvað það varðar. Vegna minni sóknar með veiðitakmörkunum standa vonir til að hrygningarstofn geti stækkað og að nýliðun aukist í kjölfarið. Vonir standa til þess að aukin hrygning leiði til aukinnar nýliðunar smásilungs og að batnandi átuástand nú boði gott hvað varðar vaxtarmöguleika hans innan fárra ára en þessi framvinda heldur áfram.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Guðni Guðbergsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð bleikja, urriði, Mývatn,
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?