Seiðarannsóknir í Flekkudalsá árið 2014
Nánari upplýsingar |
Titill |
Seiðarannsóknir í Flekkudalsá árið 2014 |
Lýsing |
Í stangveiðinni á vatnasvæði Flekkudalsár árið 2014 veiddust 87 laxar. Veiðin var um helmingi minni miðað við veiði ársins 2013 og einungis 37,8% af meðalveiði tímabilsins 1974 – 2014. Í seiðarannsóknum veiddust 237 laxaseiði af 5 aldurshópum og 10 urriðaseiði af þremur aldurshópum. Meðallengd allra aldurshópa laxaseiða árið 2014 var undir langtímameðaltalinu. Á milli ára stóð meðallengdin nánast í stað hjá vorgömlum seiðum en lækkaði um 0,6 cm hjá 1+ seiðum og 0,4 cm hjá 2+ seiðum (tafla 5). Meðallengd 3+ seiða jókst hins vegar um 0,4 cm. Seiðavísitala laxaseiða á vatnasvæði Flekkudalsár árið 2014 mældist 13,7/100 m2 og var 4,9 lægri en árið 2013 en þó rétt yfir langtímameðaltali. Vatnavextir voru á svæðinu þegar seiðamælingar voru gerðar og því getur seiðavísitalan verið vanáætluð fyrir árið 2014. Holdastuðull laxaseiða var 1,01 að meðaltali.
|
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016) |
Útgáfuár |
2015 |
Leitarorð |
lax, urriði, seiðavísitala, endurheimtur |