Seiðabúskapur og laxveiði í Vatnsdalsá árið 2013

Nánari upplýsingar
Titill Seiðabúskapur og laxveiði í Vatnsdalsá árið 2013
Lýsing

Árlegar rannsóknir á seiðabúskap Vatnsdalsár og hliðarám hennar fóru fram dagana 26. – 28. ágúst 2013. Ástand seiðastofna laxfiska í vatnakerfi Vatnsdalsár er gott, sem kom fram í miklum þéttleika seiða, vexti og holdafari. Laxaseiði eru vel dreifð um árnar. Þrír yngstu aldurshópar laxaseiða fundust á öllum rafveiðistöðvum nema tveimur. Þéttleiki 0+ bleikjuseiða er yfir meðaltali síðustu 10 ára en líkt og verið hefur undangengin ár fannst lítið af eldri bleikjuseiði á svæðinu. Hin mikla aukning í þéttleika 0+ og 1+ urriðaseiða sem varð vart í seiðarannsóknum 2012 er enn til staðar 2013 en mjög fá eldri urriðaseiði veiddust í rafveiðunum.  Laxveiði í Vatnsdalsá sumarið 2013 var ein sú mesta um áraraðir og er sterk staða seiðastofna í vatnakerfinu undanfarin ár án efa ein ástæða þess. Því er ástæða til bjartsýni varðandi laxveiði í ánni á komandi árum. Eins og undanfarin ár veiddist mikið af urriða í ánni, en bleikjuveiði var með minnsta móti.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Nafn Friðþjófur Árnason
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð seiðabúskapur, lax, laxaseiði, bleikjuseiði, urriðaseiði, seiðarannsóknir, laxveiði, bleikja, urriði
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?